Vínarbrauð og maraþon Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ég horfði út um gluggann um síðustu helgi og sá maraþonhlauparana streyma framhjá gat ég ekki annað en dáðst að dugnaði þeirra. Ég nartaði í sérbakað vínarbrauð og sötraði kaffi enda eru kolvetnin lykilatriði í hlaupum. Þáttur stuðningsmannsins vill gleymast dálítið í umræðunni um Reykjavíkurmaraþon og staða hans er önnur og lakari en stuðningsmannsins í fótbolta svo dæmi sé tekið. Við fáum ekki að heyra sigurvegarana í maraþonhlaupum nefna að þeir hefðu ekki náð þessum árangri ef ekki væru fyrir stuðningsmennina heima í stofu. Eðlilegt næsta skref núna viku eftir hlaup er kannski einmitt að opna umræðuna um stöðu stuðningsmannsins, sem klappar, hrópar og kallar, blístrar og samgleðst.Staða stuðningsmannsins Ég hef gjarnan staðið vaktina við stofuglugga foreldranna á Seltjarnarnesi og reynsla mín sem stuðningsmaður í stofuglugga er raunar í árum talin. Þar eru kjöraðstæður til að sjá mannhafið sigla framhjá. Það var hins vegar fyrst eftir að ég flutti til New York fyrir nokkrum árum sem ég lærði að hlutverk og gleði stuðningsmannsins þarf ekki endilega að felast í að bíða eftir sérstökum hlaupara. Stuðningsmenn í stórborginni standa á hliðarlínunni og gera sitt til að skilti þeirra vekji eftirtekt. Þeir sem lengst eru komnir eru vopnaðir heimasmíðuðum skiltum með þaulhugsuðum skilaboðum. Aðrir eru meira að fanga stemmninguna eins og vinalegur maður sem kallaði aftur og aftur hvatningarorðin: „Go you complete stranger!“Pólitíkin í maraþoni Auðvitað var það í Bandaríkjunum sem ég skynjaði að maraþon er ekki það sama og maraþon. Þar er pólitík eins og annars staðar. Þetta lærði ég strax á minni fyrstu vakt í New York þar sem eldri bandarísk kona sagði mér frá því að það eru nýgræðingar sem halda að það sem mestu máli skipti sé að komast í mark. Í elítumaraþoni skiptir mestu að fá að vera með. Í Bandaríkjunum einum fara fram rúmlega þúsund maraþonhlaup á hverju ári sem um 500.000 hlauparar taka þátt í. Konan sagði mér á meðan við fylgdumst með hlaupinu að það gilda óskrifaðar en þýðingarmiklar reglur um hvernig á að velja besta maraþonið. Þættir eins og saga og hefð, upplifun og náttúrufegurð skipta máli. Aþena státar auðvitað af sögu og og þykir erfitt maraþon þar sem mjög stór hluti er upp í móti. Fá maraþon þykja víst eins strembin og maraþon á Kínamúrnum, þar sem keppendur hlaupa brattar tröppur og eftir grýttum stígum. New York maraþonið er það fjölmennasta í Bandaríkjunum og þykir mjög elegant að hafa hlaupið það, í gegnum Brooklyn og Queens, á First Avenue og enda svo í Central Park. En mesta elítumaraþon heims er hins vegar Boston maraþonið, fyrst haldið 1897, vegna þess að þar gilda ströng inntökuskilyrði og ekki er hægt að öðlast þátttökurétt nema að sýna fram á að hafa áður hlaupið nokkur viðurkennd maraþon sem og undir ákveðnum lágmarkstíma. Alla hlaupara dreymir um Boston. Í Reykjavík er hlutfall hlaupara ævintýralega hátt, jafnvel þrátt fyrir að auðvitað séu ekki allir hlaupararnir héðan. Hverjum hlaupara fylgja svo nokkrir heitir stuðningsmenn og svo er það þögla týpan í stofuglugganum. Að teknu tilliti til okkar í stofunni er öll borgin með. Ég leiddi hugann að þessu við stofugluggann síðustu helgi þegar ég mundi eftir spjallinu við eldri konuna í New York og að það sem gerir Reykjavíkurmaraþon svo sjarmerandi er að borgin er öll með hugann við hlaupið. Þegar við bætist að samhliða því leggja hlauparar og stuðningsmenn þeirra góðum málstað lið með áheitasöfnun er erfitt annað en að sjá sjarmann.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun