Fagfólk getur skipt sköpum Almar Guðmundsson skrifar 1. september 2016 07:00 Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun