Fagfólk getur skipt sköpum Almar Guðmundsson skrifar 1. september 2016 07:00 Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun