Fagfólk getur skipt sköpum Almar Guðmundsson skrifar 1. september 2016 07:00 Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar efnahagslíf landsmanna er á góðri siglingu, hagvöxtur betri en væntingar stóðu til, atvinnuleysi mælist eingöngu 2% og framkvæmdir víða bæði hjá fyrirtækjum og heimilum fer að bera á skorti á fagfólki í iðnaði. Fylgifiskar þessa góða atvinnuástands eru fúskarar sem taka að sér verkefni án þess að hafa til þess tilskilin réttindi og hafa ekki lært til verka. Það er heilmikil áhætta sem fylgir því að fá fúskara til starfa og því mikilvægt að þeir sem fengnir eru til starfa séu með tilskilin réttindi og löggildingu. Fúsk getur reynst dýrkeypt og valdið ómældum skaða. Að fá meistara og fagfólk með tilskilin réttindi til starfa er ákveðin trygging fyrir gæðum og réttum vinnubrögðum. Innan raða Samtaka iðnaðarins er starfandi Meistaradeild ellefu fagfélaga sem hafa á að skipa löggiltu fagfólki til hvers kyns framkvæmda. Innan raða þessara fagfélaga starfa um 500 löggiltir iðnmeistarar og nær starfsemi þeirra yfir alla verkþætti í mannvirkjagerð. Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eiga aðild að Ábyrgðarsjóði Meistaradeildarinnar. Þessi misserin er setið um gott fagfólk til að sinna margvíslegum verkefnum bæði í nýsmíði eða viðhaldi. Til að draga úr líkum á því að lenda í höndum fúskara er gott ráð að óska eftir að viðkomandi verktaki færi sönnur á að hann hafi tilskilin réttindi auk þess sem mikilvægt er að aðilar geri með sér skriflegan samning um framkvæmdina. Ef uppi er ágreiningur um fagleg vinnubrögð og gerður hefur verið skriflegur verksamningur þá getur verkkaupi leitað til Ábyrgðarsjóðs Meistaradeildarinnar um úrbætur. Á vefsíðu Samtaka iðnaðarins, www.si.is, er hægt að fletta upp hvaða fyrirtæki tilheyra Meistaradeildinni og fá sýnishorn af verksamningi milli verktaka og verkkaupa. Auk þess er birtur gátlisti fyrir þá sem standa í framkvæmdum og þurfa að fá faglært iðnaðarfólk til starfa. Með því að kynna sér þær upplýsingar er mögulega hægt að koma í veg fyrir kostnaðarsamt tjón ef vinna þarf verkið upp á nýtt enda getur fagfólk skipt sköpum í því að hver útkoman verður. Það vill enginn kaupa köttinn í sekknum.Þessi grein var upphaflega birt í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar