Virðing og kærleikur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun