Virðing og kærleikur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun