Takk fyrir EES Pawel Bartoszek skrifar 25. júní 2016 07:00 Davíð Oddsson tróð EES-samningnum í gegnum þingið fyrir um 23 árum. Það var vel. Samningurinn tryggði okkur aðgang að sameiginlegum vinnumarkaði Evrópu. Hann skapaði margs konar tækifæri fyrir marga, þar á meðal knattspyrnumenn. Í raun ætti að þakka Davíð fyrir góðan árangur á EM. Langsótt? Kannski, en samt ekki. Þegar Íslendingar mættu Brasilíu í fyrsta skipti í knattspyrnuleik árið 1994 voru sex atvinnumenn í íslenska byrjunarliðinu. Ári síðar bannaði Evrópudómstóllinn evrópskum knattspyrnusamböndum að setja takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í félagsliðum. Þetta var gert með svokölluðum Bosman-dómi. Tækifærum íslenskra leikmanna fjölgaði. Í dag eru allir 23 leikmenn íslenska EM-hópnum atvinnumenn erlendis. Þeir sem ekki komust að voru það líka. Frjáls för frá landi er hvati sem virkar. Þetta var ein stærsta ástæða þess að gömlu A-Evrópuríkin kusu sig inn í ESB með miklum mun. Það má þakka Bretum fyrir að hafa opnað frjálsa för vinnuafls frá fyrsta degi stækkunar. Það gerði margt fyrir friðsamlega sameiningu álfunnar. Leitt er að þessi ákvörðun skyldi vera ein helsta ástæða þess að breskur almenningur kaus að fara. Kannski hefði tæp „kjurr“-niðurstaða fengið ESB til að íhuga sinn gang, fengið sambandið til að rækta betur það sem það virkilega gerir vel og sleppt sumu af hinu. Nú kann það að vera fullseint og raunveruleg ástæða til að óttast að ESB liðist í sundur og sameiginlegur markaður heyri sögunni til. Það væri stórslys. En svona er þetta. Það gerist oft eftir áratugavelmegun að einhver stígur fram og lýsir því yfir að „fólk sé búið að fá nóg“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun
Davíð Oddsson tróð EES-samningnum í gegnum þingið fyrir um 23 árum. Það var vel. Samningurinn tryggði okkur aðgang að sameiginlegum vinnumarkaði Evrópu. Hann skapaði margs konar tækifæri fyrir marga, þar á meðal knattspyrnumenn. Í raun ætti að þakka Davíð fyrir góðan árangur á EM. Langsótt? Kannski, en samt ekki. Þegar Íslendingar mættu Brasilíu í fyrsta skipti í knattspyrnuleik árið 1994 voru sex atvinnumenn í íslenska byrjunarliðinu. Ári síðar bannaði Evrópudómstóllinn evrópskum knattspyrnusamböndum að setja takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í félagsliðum. Þetta var gert með svokölluðum Bosman-dómi. Tækifærum íslenskra leikmanna fjölgaði. Í dag eru allir 23 leikmenn íslenska EM-hópnum atvinnumenn erlendis. Þeir sem ekki komust að voru það líka. Frjáls för frá landi er hvati sem virkar. Þetta var ein stærsta ástæða þess að gömlu A-Evrópuríkin kusu sig inn í ESB með miklum mun. Það má þakka Bretum fyrir að hafa opnað frjálsa för vinnuafls frá fyrsta degi stækkunar. Það gerði margt fyrir friðsamlega sameiningu álfunnar. Leitt er að þessi ákvörðun skyldi vera ein helsta ástæða þess að breskur almenningur kaus að fara. Kannski hefði tæp „kjurr“-niðurstaða fengið ESB til að íhuga sinn gang, fengið sambandið til að rækta betur það sem það virkilega gerir vel og sleppt sumu af hinu. Nú kann það að vera fullseint og raunveruleg ástæða til að óttast að ESB liðist í sundur og sameiginlegur markaður heyri sögunni til. Það væri stórslys. En svona er þetta. Það gerist oft eftir áratugavelmegun að einhver stígur fram og lýsir því yfir að „fólk sé búið að fá nóg“.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun