Mikilvægt hlutverk dagforeldra Skúli Helgason skrifar 31. maí 2016 07:00 Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skúli Helgason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Inga Hanna Dagbjartsdóttir, fulltrúi í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, skrifar mér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu þann 14. maí síðastliðinn. Í bréfinu bregst Inga við grein sem ég birti hér í blaðinu á dögunum þar sem ég kynnti áform meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um að bjóða yngri börnum leikskólavist. Núgildandi reglur hafa kveðið á um að öll börn komist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en nú munum við bjóða öllum börnum sem verða 18 mánaða eða eldri í ágúst leikskólapláss.Orð og efndir Þessi áform ættu ekki að koma Ingu eða öðrum á óvart. Það var stefnumál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum, sem var vel kynnt í ræðu og riti, að við vildum bjóða yngri börnum inn á leikskólana í áföngum með það að markmiði að börn hefji leikskólanám í síðasta lagi haustið sem þau verða 18 mánaða. Þau fyrirheit verða nú að veruleika í haust. Það er mikilvægur áfangi á þeirri leið að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla en um það segir einmitt í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans sem lýsir þeim fyrirheitum sem við viljum efna á kjörtímabilinu: „Áætlun verði unnin um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og viðræður teknar upp við ríkisstjórn og Alþingi um að ná því markmiði.“ Samstarfsyfirlýsingin var opinberuð þann 11. júní 2014 þegar meirihlutinn var kynntur til sögunnar.Brúum bilið Starfshópur um brúarsmíðina dró fram sviðsmyndir í fyrra um mismunandi leiðir til að efla leikskólaþjónustu við yngri börn. Næsti áfangi þeirrar vinnu verður að útfæra nánar raunhæfa valkosti í stöðunni og hefur borgarráð nú skipað stýrihóp með fulltrúum allra flokka sem mun einhenda sér í það verkefni. Reikna má með fyrstu niðurstöðum þeirrar vinnu fyrir áramót. Inga segir dagforeldra ítrekað hafa krafið borgina um hærri niðurgreiðslur til foreldra með börn sín hjá dagforeldrum en ætíð fengið þau svör að peningar séu ekki til. Þetta er ekki rétt því þessar niðurgreiðslur hækkuðu verulega árið 2014 og hafa hækkað samtals um rúm 12 prósent sl. tvö ár. Mikilvægt er að skoða vandlega samhengið á milli gjaldskráa leikskóla og dagforeldra með það fyrir augum að minnka þann mun sem lengi hefur verið á milli þessara gjalda. Ég mun beita mér fyrir því að það verði rýnt vandlega í stýrihópnum á næstunni.Mikilvægt hlutverk dagforeldra Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra barna hjá dagforeldrum kemur fram að 57% hefðu frekar viljað leikskóla, 25% vildu frekar dagforeldri og 18% tóku ekki afstöðu. 59% vildu að leikskóladvöl barna hæfist á aldrinum 12-18 mánaða. Þessar niðurstöður eru skýr vísbending um að áform okkar eru í samræmi við vilja meirihluta foreldra með ung börn. Ég tel þó afar mikilvægt að foreldrar hafi áfram val og margir ungbarnaforeldrar kjósa frekar dagforeldra fyrir börn sín, þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu í heimilislegu umhverfi. Við viljum tryggja gæði þjónustunnar og í fyrra voru skilgreind gæðaviðmið hennar í samráði við dagforeldra. Við munum leggja áherslu á gott samráð við dagforeldra varðandi áformin sem fram undan eru og bjóða fulltrúum þeirra til funda á næstunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun