Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 89-88 | Njarðvík í undanúrslit eftir framlengdan leik Njarðvík tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS bikar kvenna er liðið sigraði Fjölni með minnsta mögulega mun eftir framlengingu í æsispennandi leik í Ljónagryfunni, 89-88. Körfubolti 11. desember 2021 21:50
„Okkur vantaði einhvern til að stýra leiknum“ Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leikmaður Fjölnis, var sársvekkt eftir eins stigs tap gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins í kvöld, 89-88, eftir framlengdan leik. Körfubolti 11. desember 2021 20:27
„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Körfubolti 11. desember 2021 11:47
Steve Kerr leysir Gregg Popovich af hólmi Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, mun taka við bandaríska landsliðinu í körfubolta. Hans fyrsta markmið verður að tryggja sæti á heimsmeistaramótinu 2023 og Ólympíuleikunum í París ári síðar. Körfubolti 11. desember 2021 11:01
Lakers aftur á sigurbraut, Durant hafði betur gegn Trae og Sólirnar skinu skært í Boston Það var nóg um að vera að venju í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar alls fóru fram níu leikir. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut, Kevin Durant hafði getur gegn Trae Young er Brooklyn Nets lagði Atlanta Hawks og þá vann Phoenix Suns stórsigur á Boston Celtics. Körfubolti 11. desember 2021 09:31
„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“ Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið. Körfubolti 11. desember 2021 08:01
„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. Sport 11. desember 2021 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 93-84 | Keflvíkingar lyftu sér á toppinn á ný Keflvíkingar unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í toppbaráttuslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-84, en sigurinn lyftir Keflvíkingum í efsta sæti deildarinnar á ný. Körfubolti 10. desember 2021 23:57
„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. Sport 10. desember 2021 23:06
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Breiðablik 89-100 | Blikar höfðu betur í uppgjöri nýliðanna Breiðablik sigraði Vestra í 9. Umferð Subway-deildarinnar. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og fóru á endanum heim með 89-100 sigur, sem hefði hæglega getað orðið stærri. Körfubolti 10. desember 2021 21:33
Körfuboltastelpa frá Flórída sett met með því að skora nítján þrista í leik Hannah Kohn kom sér á spjöld sögunnar með frammistöðu sinni með skóla sínum í körfuboltaleik í vikunni þegar hún var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna. Körfubolti 10. desember 2021 15:31
Saga Showtime liðsins hjá Lakers orðin að leiknum sjónvarpsþáttum Það bíða örugglega margir Los Angeles Lakers aðdáendur eftir sjónvarpsþáttunum „Winning Time“ sem verða frumsýndir á HBO í mars næstkomandi. Körfubolti 10. desember 2021 15:00
Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Sport 10. desember 2021 14:00
Barkley skírði dóttur sína eftir verslunarmiðstöð Margir skíra börnin sín eftir foreldrum, ættingjum eða vinum eða bara einhverjum frægum. En Charles Barkley skírði dóttur sína eftir verslunarmiðstöð í Delaware. Körfubolti 10. desember 2021 13:01
Hannes skammaði ríkisstjórnina fyrir að íþróttamálaráðherra sé ekki titlaður Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur ofurtrú á því að íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason komi því í gegn að byggja nýjan þjóðarleikvang Íslands en ekki er ekki ánægður með það virðingarleysi sem ríkisstjórnin sýnir íþróttunum með því að hafa íþróttirnar ekki í titla ráðherra. Körfubolti 10. desember 2021 12:30
Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Sport 10. desember 2021 09:00
Birnirnir frá Memphis juku enn á óhamingju Lakers-manna Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en í nótt tapaði liðið fyrir Memphis Grizzlies, 108-95. Körfubolti 10. desember 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 101-85 | Meistararnir aftur á sigurbraut Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir sextán stiga sigur á KR 101-85. Þórsarar sýndu yfirburði um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 9. desember 2021 22:36
Helgi: Sóknarleikurinn var einhæfur og hægur KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 101-85. Þetta var þriðji tapleikur KR í röð og var Helgi Magnússon, þjálfari KR, svekktur eftir tap kvöldsins. Sport 9. desember 2021 22:16
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. Sport 9. desember 2021 22:07
Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Körfubolti 9. desember 2021 21:03
„Ghetto Hooligans eiga stóran þátt í þessum sigri“ Friðrik Ingi Rúnarsson var virkilega ánægður með sitt lið eftir sjö stiga sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 20:51
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-72 | Frábær stemningssigur ÍR í Hellinum Í TM Hellinum fór fram leikur ÍR og Grindavík í 9. umferð Subway-deildar karla. Heimamenn í ÍR unnu sjö stiga sigur eftir baráttuleik sem gestirnir leiddu stærstan hluta leiksins. Þriðji sigur ÍR staðreynd og á sama tíma þriðja tap Grindavíkur. Körfubolti 9. desember 2021 20:48
Skallagrímur dregur lið sitt úr keppni Skallagrímur hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Subway-deild kvenna í körfubolta. Tilkynning þess efnis birtist á Facebook-síðu félagsins fyrr í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 20:20
KR-ingar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í sjö og hálft ár Aðeins tvö félög hafa orðið Íslandsmeistarar í körfubolta frá árinu 2014. KR og núverandi Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn. Þessi tvö lið mætast í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 16:00
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Sport 9. desember 2021 15:32
Ekkja Kobes óttast að myndum af flugslysinu verði lekið á netið Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, óttast mjög að myndir af flugslysinu þar sem Kobe og dóttir þeirra, Gianna, létust muni rata á netið. Körfubolti 9. desember 2021 14:00
Curry nálgast þristamet Allens og Miami vann meistarana Stephen Curry nálgast óðum met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Curry setti niður sex þrista í 104-94 sigri Golden State Warriors á Portland Trail Blazers í nótt og vantar nú aðeins níu þrista til að jafna met Allens. Körfubolti 9. desember 2021 07:15
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-79 | Gestirnir unnu í framlengdum leik Sigursælasta lið sögunnar, Keflavík, tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var leikur áhlaupa og hörkuskemmtun sem fór alla leið í framlengingu, þar höfðu gestirnir á endanum betur, 74-79. Körfubolti 8. desember 2021 23:56
„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. Körfubolti 8. desember 2021 23:22