Hörður Axel í Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:34 Hörður Axel Vilhjálmsson handsalar samninginn við Álftanes með því að taka í spaðann á Hugin Frey Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar félagsins. Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum