UMF Álftanes

„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“
Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels.

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Hörður Axel Vilhjálmsson er hættur í körfubolta. Álftanes féll úr leik í úrslitakeppninni gegn Tindastóli í kvöld og Hörður tilkynnti eftir leik að skórnir væru á leið upp á hillu.

Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit
Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn.

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta.

Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur
Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld.

Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið
Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins.

„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum.

„Ég saknaði þín“
Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn.

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu.

„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
David Okeke var mættur aftur til leiks með Álftnesingum í kvöld og var afar ánægður eftir magnaðan sigur á Tindastóli í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir leik kvöldsins.

Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar
Álftanes jafnaði metin í undanúrslitum Bónus deildar karla körfubolta í kvöld eftir rosalegan leik gegn Tindastóli þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins. Staðan í einvíginu 1-1 en næsti leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki.

Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi
Það verður mikið um dýrðir í Kaldalóns-höllinni á Álftanesi í kvöld er Tindastóll mætir á svæðið í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla.

Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna
Deildarmeistarar Tindastóls fengu Álftanes í heimsókn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu einkar sannfærandi sigur.

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri.

Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn
Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt.

Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi
Njarðvíkingar gerðu frábærlega í kvöld með að halda einvíginu gegn Álftanes lifandi með 33 stiga sigri 107-74 í kvöld. Með sigrinum í kvöld tryggði Njarðvík sér leik fjögur á Álftanesi á þriðjudaginn.

Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í körfuboltaliði Álftaness og skrifað undir samning til næstu tveggja ára við félagið.

„Erum að gera þetta fyrir samfélagið“
Haukur Helgi Pálsson leiddi sitt lið til sigurs gegn Njarðvík í leik tvö í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í gærkvöldi þegar liðið vann 107-96 í Kaldalónshöllinni í gærkvöldi.

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld.

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld.

„Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“
Justin James var stigahæsti maður vallarins er Álftanes vann ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í kvöld.

Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn
Álftanes vann virkilega sterkan ellefu stiga sigur er liðið tók á móti Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 107-96. Álftanes leiðir því einvígið 2-0.

„Mæti honum með bros á vör“
„Mjög erfiður leikur, eins og á að vera í úrslitakeppninni, ég er ánægður með að við höfum staðið saman fram á síðustu mínútu, spilað af hörku og sótt sigurinn“ sagði miðherjinn David Okeke eftir 89-95 sigur Álftaness á útivelli í fyrsta leik gegn Njarðvík, þar sem hann háði harða baráttu við fyrrum liðsfélaga sinn Domynikas Milka.

Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla
Álftanes sótti 89-95 sigur gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Tap varð því niðurstaðan í fyrsta úrslitakeppnisleik Njarðvíkinga á nýjum heimavelli, í IceMar höllinni við Stapaskóla, þar sem stemningin var mun minni en þekktist í Ljónagryfjunni gömlu.

Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga
Njarðvíkingar koma á fljúgandi siglingu inn í úrslitakeppnina eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Þeir mæta Álftnesingum í fyrstu umferð í einvígi sem er enginn hægðarleikur að spá fyrir um.

Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan.

Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri
Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt.

Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum
Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni.

„Við reyndum að gera alls konar“
Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var auðmjúkur eftir tap gegn Álfnesingum í kvöld sagði andstæðingana einfaldlega hafa verið betra liðið í leiknum sem Þórsarar komust aldrei í takt við.

Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri
Álftanes vann öruggan 108-96 sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Bónus-deildinni í kvöld. Álftnesingar er öruggt í úrslitakeppnina en Þór þarf áfram að berjast fyrir sínu sæti.