„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 21:25 Pavel í kvöld. Vísir/Davíð Már Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira