Segir liðsfélaga sinn vera einn besta leikmanns heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 15:01 Þessir ná frekar vel saman. Megan Briggs/Getty Images Kyle Lowry sparaði ekki hrósið á Jimmy Butler, liðsfélaga sinn hjá Miami Heat, eftir sigur á Boston Celtics í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira