„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“ Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 15. maí 2023 13:31 Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik kvöldsins er mikil. Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld er við suðupunkt og vonast heimamenn eftir sögulegum úrslitum. Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54
Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04