Grindavík náði Basile frá Njarðvík Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 10:15 Dedrick Basile er orðinn leikmaður Grindavíkur. Það er þriðja íslenska liðið sem hann spilar fyrir. UMFG Grindvíkingar eru stórhuga fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta og hafa nú náð í bandaríska leikstjórnandann Dedrick Basile frá grönnum sínum í Njarðvík. Basile var að klára sína þriðju leiktíð hér á landi en í reglum um erlenda leikmenn segir að leikmenn með fasta búsetu hér á landi í þrjú ár flokkist ekki sem erlendir leikmenn frá landi utan ESB. Aðeins einn slíkur má vera í hverju liði, samkvæmt reglum sem samþykktar voru í vor. Uppfært kl. 11.05: Samkvæmt upplýsingum Vísis er þó ekki víst að Basile flokkist öðruvísi en sem bandarískur leikmaður enn um sinn, en frægt varð í fyrra þegar Þór Þorlákshöfn taldi Pablo Hernandez hættan að flokkast sem erlendur leikmaður en var á endanum gert ljóst að svo væri ekki. Áður höfðu Grindvíkingar fengið Danann Daniel Mortensen frá Haukum, besta erlenda leikmann Subway-deildarinnar 2021-22, og Bandaríkjamanninn DeAndre Kane sem er með ungverskt vegabréf. „Hvalreki fyrir Grindavík“ Basile er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur en hann spilaði sína fyrstu leiktíð hér á landi með Þór Akureyri og fór svo til Njarðvíkur þar sem hann hefur spilað tvo vetur. Á nýafstaðinni leiktíð skoraði Basile að meðaltali 19,8 stig fyrir Njarðvík og gaf 7,3 stoðsendingar, og var hæstur í báðum þáttum hjá liðinu. „Við erum stolt af því að fá Dedrick Deon Basile til liðs við Grindavík fyrir komandi tímabil. Basile hefur sannað með frammistöðu sinni að hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og það er hvalreki fyrir Grindavík að fá þennan öfluga leikstjórnanda til félagsins. Með komu hans getum við svo sannarlega sett stefnuna hátt á næsta tímabili,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. Uppfært klukkan 11.05: Ekki liggur ljóst fyrir hvort að Basile er hættur að flokkast sem bandarískur leikmaður í reglum um erlenda leikmenn, eins og fullyrt hafði verið í greininni. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Basile var að klára sína þriðju leiktíð hér á landi en í reglum um erlenda leikmenn segir að leikmenn með fasta búsetu hér á landi í þrjú ár flokkist ekki sem erlendir leikmenn frá landi utan ESB. Aðeins einn slíkur má vera í hverju liði, samkvæmt reglum sem samþykktar voru í vor. Uppfært kl. 11.05: Samkvæmt upplýsingum Vísis er þó ekki víst að Basile flokkist öðruvísi en sem bandarískur leikmaður enn um sinn, en frægt varð í fyrra þegar Þór Þorlákshöfn taldi Pablo Hernandez hættan að flokkast sem erlendur leikmaður en var á endanum gert ljóst að svo væri ekki. Áður höfðu Grindvíkingar fengið Danann Daniel Mortensen frá Haukum, besta erlenda leikmann Subway-deildarinnar 2021-22, og Bandaríkjamanninn DeAndre Kane sem er með ungverskt vegabréf. „Hvalreki fyrir Grindavík“ Basile er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur en hann spilaði sína fyrstu leiktíð hér á landi með Þór Akureyri og fór svo til Njarðvíkur þar sem hann hefur spilað tvo vetur. Á nýafstaðinni leiktíð skoraði Basile að meðaltali 19,8 stig fyrir Njarðvík og gaf 7,3 stoðsendingar, og var hæstur í báðum þáttum hjá liðinu. „Við erum stolt af því að fá Dedrick Deon Basile til liðs við Grindavík fyrir komandi tímabil. Basile hefur sannað með frammistöðu sinni að hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og það er hvalreki fyrir Grindavík að fá þennan öfluga leikstjórnanda til félagsins. Með komu hans getum við svo sannarlega sett stefnuna hátt á næsta tímabili,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. Uppfært klukkan 11.05: Ekki liggur ljóst fyrir hvort að Basile er hættur að flokkast sem bandarískur leikmaður í reglum um erlenda leikmenn, eins og fullyrt hafði verið í greininni.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti