Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Á hverju ári endurtekur sig sama einkennilega atburðarásin þegar fullorðið fólk um allan heim virðist sammælast um einhverja mestu blekkingarsögu mannkynssögunnar: þeirri um jólasveininn. Lífið 27.12.2025 21:29
Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Strætóbílstjóri sem ekur leigubíl í hjáverkum margbætti jól ungs þýsks drengs og fjölskyldu hans með því að koma til hans heyrnartólum sem hann hafði gleymt í leigubíl á leiðinni á Keflavíkurflugvöll, alla leiðina til Hamborgar. Lífið 26.12.2025 17:50
Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Mágkonurnar Hera Gísladóttir og Alexandra Ósk Jónsdóttir léku á fjölskyldumeðlimi sína þegar þau voru að opna gjafir á aðfangadagskvöld. Lífið 26.12.2025 14:18
Jólagjafir íslenskra vinnustaða Nú styttist óðum í að flestir landsmenn tylli sér við jólatréð og opni jólagjafir. Líkt og síðustu ár eru gjafabréfin vinsælust en miðað við samantekt Vísis verður brjálað að gera í Kringlunni á næstunni. Lífið 24. desember 2025 12:03
Hvar er opið á aðfangadag? Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Innlent 24. desember 2025 08:38
Jólin verða rauð eftir allt saman Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Veður 24. desember 2025 07:33
Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll. Menning 24. desember 2025 07:00
Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn. Lífið 23. desember 2025 21:00
Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Þorláksmessa er skötudagurinn sjálfur og er vart hægt að fara um bæi og borg í leit að jólagjöfum án þess að fnykurinn fylli vitinn. Fréttamenn í gegnum tíðina hafa verið duglegir að gæða sér á skötu, með misdramatískum viðbrögðum. Lífið 23. desember 2025 20:53
Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu. Innlent 23. desember 2025 20:02
Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Við njótum nú síðustu klukkustunda aðventunnar og jólin eru yfirvofandi. Þetta er tími hefða, samveru og þess að gefa hvert öðru gaum – stundum með gjöfum, en oftar en ekki með nærveru. Skoðun 23. desember 2025 14:32
Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Áhugakona um smurbrauð og tölfræði rýndi í opna reikninga ríkisins til að sjá hve mikið ríkisstofnanir hafa eytt á Jómfrúnni síðastliðin tvö ár. Háskóli Íslands er smurbrauðsóðasta stofnunin bæði árin en svo voru nokkur ráðuneyti ansi öflug í fyrra. Lífið 23. desember 2025 13:54
Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo. Menning 23. desember 2025 12:06
Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Þorláksmessan er mörgum dagur síðustu handtaka og óyfirstrikaðra lista. Verslanir borgarinnar eru opnar og fullar af fólki langt fram eftir kvöldi. Klakalagðar götur miðbæjarins eru troðnar og slabbið spýtist upp undan hjólbörðunum á helstu umferðaræðum, enda jólin á morgun og alltaf er eitthvað sem eftir á að gera. Í öllu áreitinu ber nafn Þorláks helga oft á góma, oft bara lesið upp af Vísindavefnum af símaskjám sem svar við spurningunni: „Hver var þessi Þorlákur eiginlega sem gaf deginum í dag nafn sitt?“ Lífið 23. desember 2025 10:03
Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Jólin virðast svo sjálfsagður hluti af íslenskri menningu að maður gæti haldið að við hefðum alltaf haldið þau hátíðleg eins og við gerum í dag. Við tengjum þau við laufabrauð, smákökur, skammdegi, kirkjuferðir og ljós í gluggum í bæjum og þorpum um land allt. Skoðun 23. desember 2025 06:02
Hiti geti mest náð átján stigum Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. Veður 22. desember 2025 22:13
Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. Veður 22. desember 2025 18:10
Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Stemmingin var gríðarleg í ÍR-heimilinu í Breiðholti á laugardag þegar Emmsjé Gauti hélt Jülevenner með góðum gestum. Ragga Gísla, Finni á Prikinu, Erpi, Steinda jr, Bríeti, Króli og Birnir voru öll meðal gesta. Lífið 22. desember 2025 16:23
Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir stærstan hluta landsins á næstu dögum. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu vegna storms eða roks á aðfangadag. Veður 22. desember 2025 13:51
Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að leggja í sérmerkt bílastæði í kirkjugörðum höfuðborgarsvæðisins og að aka aðeins á malbikuðum vegum ætli það að heimsækja látna ástvini sína um hátíðarnar. Kirkjugarðarnir verða opnir allar hátíðarnar og má búast við mikilli umferð. Innlent 22. desember 2025 12:40
Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Nú eru bara tveir dagar í jól, fólk ýmist í jólastresskasti eða komið í jólakósý. Tónlistarmenn landsins eru alveg að klára sína jólatónleikatörn til að eiga salt í möndlugrautinn og áhrifavaldar keppast við að fanga myrkrið á filmu. Lífið 22. desember 2025 10:23
Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Það er til ákveðin tegund af helvíti á jörðu. Hún er ekki logandi eldur og brennisteinn, heldur lýsir hún sér sem troðfullur salur af dauðadrukknu fólki í jólapeysum úr gerviefnum, angandi af blöndu af rándýru ilmvatni og bjór. Gagnrýni 22. desember 2025 07:02
Einmana um jólin og sex góð ráð Það þykir ekki töff að segjast vera einmana og þó er einmanaleiki faraldur um allan heim. Áskorun 22. desember 2025 07:01
Færir nýársboðið fram á þrettándann Nýársboð forseta verður haldið á þrettánda degi jóla frekar en á nýársdag eins og hefð gerir ráð fyrir. Forsetaritari segir þetta gert til þess að komast til móts við ábendingar gesta sem vilji frekar verja nýársdegi með fjölskyldu sinni. Innlent 21. desember 2025 21:05