Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Tíska og hönnun 3. maí 2022 11:04
Met Gala síðustu ár sem upphitun fyrir kvöldið Í dag er fyrsti mánudagurinn í maí og innan tískuheimsins þýðir það bara eitt: Met Gala. Hönnuðir túlka þar þemu sem eru sett fyrir ár hvert og stjörnurnar mæta á Metropolitan listasafnið í New York í glæsilegri hönnun. Lífið 2. maí 2022 16:00
Olivia Wilde fékk stefnu frá barnsföður sínum Jason Sudeikis uppi á sviði Lögmaður Jason Sudeikis stefndi fyrrverandi unnustu hans og barnsmóður Oliviu Wilde þar sem hún stóð uppi á sviði á CinemaCon. Olivia var stödd í Las Vegas til þess að kynna nýju myndina sína Don't Worry Darling sem hún leikstýrir. Lífið 29. apríl 2022 20:00
James Corden kveður The Late Late Show Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. Lífið 29. apríl 2022 09:54
Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2022 14:00
Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar Það er óhætt að segja að hin undurfagra Hailey Bieber sé ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Stíll hennar er einstaklega töff en á sama tíma afslappaður og áreynslulaus, sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir hvern sem er að endurskapa hann. Tíska og hönnun 28. apríl 2022 07:01
„Þú getur verið virkilega gömul um sextugt eða þú getur verið virkilega ung áttatíu og fimm ára“ Jane Fonda sem er þessa dagana að slá í gegn í þáttunum Grace og Frankie ásamt Lily Tomlin sagði í viðtali að það hræði sig ekki að vera nær dauðanum nú þegar hún er orðin áttatíu og fjögurra ára gömul. Lífið 27. apríl 2022 11:30
„Hæ nýi magi“ Fyrirsætan Ashley Graham þakkar líkamanum sínum fyrir allt sem hann hefur gefið henni í tilefni þess að þrír mánuðir eru liðnir síðan hún eignaðist tvíburadrengina sína. Lífið 26. apríl 2022 14:30
Óska þess að málinu verði vísað frá Kardashian mæðgurnar hafa farið fram á það að máli sem fyrirsætan Blac Chyna hefur höfðað gegn þeim verði vísað frá. Chyna sakar mæðgurnar Kris Jenner, Kim Kardashian, Khloé Kardashian og Kylie Jenner um að hafa valdið henni miklu tilfinningalegu og fjárhagslegu tjóni. Lífið 26. apríl 2022 13:31
Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Erlent 26. apríl 2022 11:15
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. Erlent 25. apríl 2022 23:31
„Hann er heppinn að vera á lífi“ Jansen Ackles segir fyrrum mótleikara sinn í Supernatural Jared Padalecki vera heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í bílslysi. Ackles deildi fréttunum með leyfi frá Padalecki á ráðstefnu í tengslun við þættina. Lífið 25. apríl 2022 20:00
Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2022 16:24
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. Lífið 22. apríl 2022 19:01
Bill Murray sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal og hefur framleiðsla hennar verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hegðun er borin upp á leikarann. Lífið 22. apríl 2022 14:30
„Gjammaði í eyrað“ á Tyson sem fékk nóg og lét hnefana tala Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust. Lífið 22. apríl 2022 10:47
Céline Dion á leið á hvíta tjaldið Céline Dion aðdáendur geta verið spenntir þar sem söngkonan mun koma fram í kvikmynd í byrjun næsta árs en tónlist frá söngkonunni spilar einnig stórt hlutverk. Þetta veður í fyrsta skipti sem Dion leikur í mynd og ber hún heitið It's All Coming Back to Me. Lífið 21. apríl 2022 15:31
A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Rapparinn A$AP Rocky var handtekinn á flugvelli í Los Angeles í gær, grunaður um að hafa skotið kunningja sinn í fyrra. Lífið 21. apríl 2022 11:10
Elskaði Ísland en tröllin komu á óvart Leikkonan Kaley Cuoco segist yfir sig hrifin af Íslandi. Hún heimsótti landið ásamt tökuliði í desember síðastliðnum og segir að „tröllaárátta“ Íslendinga hafi komið henni á óvart. Skilti með myndum af tröllum hafi verið út um allt land. Lífið 21. apríl 2022 10:59
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. Erlent 21. apríl 2022 00:04
Liza Minnelli upplifði eins og skemmt hafi verið fyrir sér á Óskarnum Grammy verðlaunahafinn Michael Feinstein sem er vinur og samstarfsmaður Lizu Minnelli sagði í viðtali í gær að henni hafi fundist vera eyðilagt fyrir sér á Óskarnum í síðasta mánuði þegar hún kom fram með Lady Gaga. Lífið 20. apríl 2022 16:30
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Erlent 20. apríl 2022 13:49
Julia Roberts er með rómantíska gamanmynd á leiðinni í fyrsta skipti í tuttugu ár Julia Roberts mun snúa aftur í rómantískri gamanmynd í fyrsta skiptið í tuttugu ár og það með engan annan en George Clooney sér við hlið. Julia var á sínum tíma í myndum eins og Pretty Woman, My Best Friend’s Wedding og Notting Hill. Lífið 19. apríl 2022 15:30
Johnny Depp ber vitni í málinu gegn Amber Heard í dag Leikarinn Johnny Depp mun bera vitni fyrir dómi í Fairfax sýslu í Virginiu í dag í máli sem hann höfðaði gegn Amber Heard fyrrverandi eiginonu sinni fyrir ærumeiðingar. Depp byggir mál sitt á því að Heard hafi logið því upp á hann að hafa beitt hana heimilisofbeldi. Erlent 19. apríl 2022 13:46
Liz Sheridan er látin Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Lífið 16. apríl 2022 09:02
Sögur af framhjáhaldi rapparans sagðar stórlega ýktar Hávær orðrómur hefur verið á kreiki í Hollywood um að rapparinn A$AP Rocky, sem réttu nafni heitir Rakim Mayers, og stórsöngkonan Rihanna séu hætt saman eftir framhjáhald rapparans. Þær sögur virðast þó ekki á rökum reistar. Lífið 15. apríl 2022 14:13
Keypti 400 bækur á heimilið bara fyrir innlitið Disney stjarnan Ashley Tisadale opnaði hurðina að heimili sínu í Los Angeles fyrir Architectural Digest. Heimilið hannaði hún sjálf og er stolf af útkomunni en viðurkenndi í viðtalinu að hafa sent eiginmanninn að kaupa 400 bækur fyrir viðtalið. Lífið 15. apríl 2022 13:01
Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. Lífið 14. apríl 2022 09:41
Pamelu Anderson lúkkið sem er að gera allt vitlaust Örþunnar augabrúnir tíunda áratugarins voru trend sem við töldum okkur vera búin að kveðja fyrir fullt og allt. Augabrúnirnar eru sérkenni goðsagnarinnar Pamelu Anderson. Eftir að þættirnir Pam & Tommy slógu í gegn fyrr á árinu komu þunnu augabrúnirnar með ótrúlega endurkomu sem enginn sá fyrir. Lífið 14. apríl 2022 07:00
„Þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér“ Jennifer Lopez deildi með aðdáendum sínum í fréttabréfi hvernig unnusti hennar Ben Affleck bað hennar. Hún segir bónorðið ekki hafa verið yfirdrifið á neinn hátt en á sama tíma hafi það verið það rómantískasta sem hún hefði getað ímyndað sér. Lífið 13. apríl 2022 13:00