Breskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag og vísa í orð umboðsmanns Goodman. Hann lést á líknardeild í Kent eftir glímu við beinkrabbamein.
Goodman sat í dómnefnd þáttanna Strictly Come Dancing frá upphafi þáttanna árið 2004 til 2016 og vakti athygli fyrir kaldhæðnislegar athugasemdir og yfirvegaða gagnrýni.
Goodman sat einnig í dómarasætinu í bandarískri útgáfu þáttanna, Dancing with the Stars, á árunum 2005 til 2022, en auk þess rak Goodman um árabil dansskóla í Dartford í Kent.
Þættirnir svipa til íslensku þáttanna Allir geta dansað, sem sýndir voru á Stöð 2, þar sem danspör, sem samanstanda af einum frægum einstaklingi og atvinnudansara, keppa um sigur.