Stjörnur ósáttar við að vera bendlaðar við Twitter-áskrift Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 10:07 Glundroði hefur ríkt á Twitter um hríð með breytingum sem rúllað er út en svo dregnar til baka. Nú hefur fyrirtækið enn á ný gert breytingar á hver fær staðfestingarmerki við notendanafn sitt. AP/Gregory Bull Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna. Blátt staðfestingarmerki við notendanöfn var upphaflega leið sem Twitter fann upp á til þess að staðfesta að notendur væru raunverulega þeir sem þeir segðust vera, sérstaklega þegar um var að ræða fjölmiðla, stofnanir og heimsþekkta einstaklinga. Notendur greiddu ekki fyrir merkin. Eftir að auðkýfingurinn Elon Musk keypti Twitter í fyrra hefur hann ítrekað gert breytingar á staðfestingarmerkjunum í þeirri viðleitni að fá notendur til þess að greiða áskrift að miðlinum. Hann hefur ítrekað þurft að draga þær til baka. Þegar notendum var boðið að kaupa sér staðfestingarmerki með því að greiða áskriftargjald spratt upp fjöldi reikninga sem villti á sér heimildir í fyrra. Tíst frá einum slíkum reikningi sem þóttist vera bandarískt lyfjafyrirtæki um að það ætlaði að gefa insúlín leiddi til þess að hlutabréfaverð í því hríðféll. Síðan þá hefur Twitter hringlað fram og til baka með staðfestingarmerkin og á hvaða forsendum notendur fá þau. Í síðustu viku virtist Musk loksins hafa staðið við stóru orðin um að aðeins þeir sem greiddu áskrift fengu staðfestingarmerkið þar sem þau byrjuðu að hverfa af reikningum stórstjarna eins og knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, milljarðamæringsins Bills Gate auk fjölmiðla og stofnana. Látinn í fimm ár en kominn með staðfestingarmerki aftur AFP-fréttastofan segir að aðeins brot af þeim sem voru áður með staðfestingarmerki hafi keypt sér áskrift að Twitter, svonefnt Twitter Blue. Innan við fimm prósent af um 407.000 reikningum sem misstu merkið í vikunni. Um helgina birtust bláu merkin skyndilega aftur við reikninga sumra þekktra notenda, þar á meðal hryllingssagnarithöfundarins Stephens King, NBA-leikmannsins LeBrons James og Donalds Trump. Musk hélt því fram í svörum á Twitter að hann hefði persónulega greitt áskrift fyrir nokkra notendur eins og King. Stephen King var á meðal þeirra sem komu af fjöllum eftir að þeir fengu staðfestingarmerki Twitter til baka án þess að hafa greitt eða staðfest auðkenni sitt.Twitter Þegar staðfestingarmerki notendanna er skoðað segir að þeir hafi það annað hvort vegna þess að þeir greiddu Twitter áskrift eða staðfestu símanúmer sitt. Fjöldi notenda sem fékk merkið aftur um helgina mótmælti þessu og fullyrti að að hafa aldrei greitt né staðfest nokkuð. „Maður minn, ég borgaði ekki fyrir twitter blue, þú munt finna fyrir reiði minni teslu-kall,“ tísti bandaríski rapparinn Lil Nas X en Musk er einnig eigandi rafbílaframleiðandans Tesla. Látnir einstaklingar eins og stjörnukokkurinn Anthony Bourdain voru á meðal þeirra sem fengu staðfestingarmerkið aftur um helgina. Bourdain lést fyrir fimm árum. Samfélagsmiðlar Twitter Hollywood Tengdar fréttir Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. 3. apríl 2023 11:57 Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Blátt staðfestingarmerki við notendanöfn var upphaflega leið sem Twitter fann upp á til þess að staðfesta að notendur væru raunverulega þeir sem þeir segðust vera, sérstaklega þegar um var að ræða fjölmiðla, stofnanir og heimsþekkta einstaklinga. Notendur greiddu ekki fyrir merkin. Eftir að auðkýfingurinn Elon Musk keypti Twitter í fyrra hefur hann ítrekað gert breytingar á staðfestingarmerkjunum í þeirri viðleitni að fá notendur til þess að greiða áskrift að miðlinum. Hann hefur ítrekað þurft að draga þær til baka. Þegar notendum var boðið að kaupa sér staðfestingarmerki með því að greiða áskriftargjald spratt upp fjöldi reikninga sem villti á sér heimildir í fyrra. Tíst frá einum slíkum reikningi sem þóttist vera bandarískt lyfjafyrirtæki um að það ætlaði að gefa insúlín leiddi til þess að hlutabréfaverð í því hríðféll. Síðan þá hefur Twitter hringlað fram og til baka með staðfestingarmerkin og á hvaða forsendum notendur fá þau. Í síðustu viku virtist Musk loksins hafa staðið við stóru orðin um að aðeins þeir sem greiddu áskrift fengu staðfestingarmerkið þar sem þau byrjuðu að hverfa af reikningum stórstjarna eins og knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo, milljarðamæringsins Bills Gate auk fjölmiðla og stofnana. Látinn í fimm ár en kominn með staðfestingarmerki aftur AFP-fréttastofan segir að aðeins brot af þeim sem voru áður með staðfestingarmerki hafi keypt sér áskrift að Twitter, svonefnt Twitter Blue. Innan við fimm prósent af um 407.000 reikningum sem misstu merkið í vikunni. Um helgina birtust bláu merkin skyndilega aftur við reikninga sumra þekktra notenda, þar á meðal hryllingssagnarithöfundarins Stephens King, NBA-leikmannsins LeBrons James og Donalds Trump. Musk hélt því fram í svörum á Twitter að hann hefði persónulega greitt áskrift fyrir nokkra notendur eins og King. Stephen King var á meðal þeirra sem komu af fjöllum eftir að þeir fengu staðfestingarmerki Twitter til baka án þess að hafa greitt eða staðfest auðkenni sitt.Twitter Þegar staðfestingarmerki notendanna er skoðað segir að þeir hafi það annað hvort vegna þess að þeir greiddu Twitter áskrift eða staðfestu símanúmer sitt. Fjöldi notenda sem fékk merkið aftur um helgina mótmælti þessu og fullyrti að að hafa aldrei greitt né staðfest nokkuð. „Maður minn, ég borgaði ekki fyrir twitter blue, þú munt finna fyrir reiði minni teslu-kall,“ tísti bandaríski rapparinn Lil Nas X en Musk er einnig eigandi rafbílaframleiðandans Tesla. Látnir einstaklingar eins og stjörnukokkurinn Anthony Bourdain voru á meðal þeirra sem fengu staðfestingarmerkið aftur um helgina. Bourdain lést fyrir fimm árum.
Samfélagsmiðlar Twitter Hollywood Tengdar fréttir Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. 3. apríl 2023 11:57 Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gera ekki lengur greinarmun á áskrifendum og þekktum notendum Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið. 3. apríl 2023 11:57
Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35