Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Stefán Rafn leggur skóna á hilluna

Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta staðfesti hann í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi eftir tap Hauka gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Tapið þýðir að Haukar eru úr leik.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan tryggði sér odda­leik

Stjarnan lagði Aftureldingu í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem þýðir að það þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið kemst í undanúrslit.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Haukar - Stjarnan 36-23 | Yfir­burða­sigur Hauka

Haukar völtuðu yfir Stjörnuna í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn endaði 36-23 fyrir Haukum og var hann einstefna Hafnfirðinga frá upphafi til enda. Þetta var fyrsti leikur liðanna í 6-liða úrslitum Olís-deildarinnar og leiða Haukakonur einvígið 1-0.

Handbolti
Fréttamynd

Metamfetamín felldi mark­vörðinn

Nýjar upplýsingar hafa nú komið fram varðandi það af hverju liðsfélagi Íslendinganna hjá Evrópumeisturum Magdeburg, markvörðurinn Nikola Portner, féll á lyfjaprófi.

Handbolti
Fréttamynd

Elmar til Þýska­lands

Handboltamaðurinn Elmar Erlingsson hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. Hann kemur til liðsins frá ÍBV eftir tímabilið.

Handbolti