Handbolti

Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skila­boð

Aron Guðmundsson skrifar
Orri Freyr í leik með Sporting 
Orri Freyr í leik með Sporting 

Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir Sporting Lissabon þegar liðið hafði betur gegn Porto í toppslag portúgölsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 36-32, fjögurra marka sigur Sporting.

Sigurinn sér til þess að Sporting býr til bil upp á þrjú stig frá sér í toppsætinu niður í Porto í 2.sæti. Þá á Sporting einnig leik til góða á Porto og sigurinn því gífurlega mikilvægur fyrir Orra og hans félaga.

Þorsteinn Leó Gunnarsson gat ekki tekið þátt í leik kvöldsins með liði Porto vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×