Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Íslenski boltinn 15. maí 2024 10:01
Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City. Enski boltinn 15. maí 2024 09:30
Ten Hag vísar gagnrýni Rooneys til föðurhúsanna Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, kom leikmönnum sínum til varnar eftir að Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu félagsins, sagði að sumir þeirra neituðu að spila. Enski boltinn 15. maí 2024 09:01
United íhugar að ráða stjóra Ipswich sem eftirmann Ten Hags Manchester United íhugar að ráða Kieran McKenna, knattspyrnustjóra Ipswich Town, í sumar. Enski boltinn 15. maí 2024 08:00
Telja að Bruno verði áfram á Old Trafford Þrátt fyrir orðróma þess efnis að Bruno Fernandes væri að hugsa sér til hreyfings þá hafi hann ákveðið að vera áfram í herbúðum Manchester United eftir að funda nýverið með félaginu. Enski boltinn 15. maí 2024 07:00
Sagði sína menn hafa þurft að þjást og hrósaði varamarkverðinum „Það eru miklar tilfinningar til staðar í svona leikjum og því getur maður oft ekki spilað sinn besta leik,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir 2-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Sá sigur skilar liðinu á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu. Enski boltinn 14. maí 2024 22:31
Spánarmeistarar Real skoruðu fimm Það var ekki að sjá að Real Madríd hafi gleymt sér í að fagna Spánarmeistaratitlinum þegar liðið tók á móti Alavés. Meistararnir unnu gríðarlega sannfærandi 5-0 sigur. Fótbolti 14. maí 2024 21:46
„Þegar við skorum að þá er gaman“ „Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:30
„Þetta var eins og handboltaleikur“ FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:15
Varamarkmaðurinn og Håland hetjurnar: Man City á toppinn fyrir lokaumferðina Englandsmeistarar Manchester City verða á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar fer fram þökk sé 2-0 sigri liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Enski boltinn 14. maí 2024 21:05
„Fórum af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í” Valur lagði Tindastól með þremur mörkum gegn einu þegar þessi lið mættust í 5.umferð Bestu deild kvenna í dag. Fanndís Friðriksdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö af mörkum Íslandsmeistaranna sem lentu nokkuð óvænt undir. Íslenski boltinn 14. maí 2024 20:10
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - FH 4-3 | Markasúpa í Garðabænum Stjarnan fékk FH í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Boðið var upp á markasúpu en fyrstu fimm mörk leiksins komu á fyrsta korterinu. Lauk leiknum með sigri heimakvenna 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör og viðtöl: Þór/KA - Keflavík 4-0 | Heimakonur ekki í vandræðum Þór/KA vann góðan 4-0 heimasigur á Keflavík í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Fyrir leikinn var Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en gestirnir í botnsætinu án stiga. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 3-1 | Meistararnir lentu undir en komu til baka Tindastóll hafði unnið tvo leiki í röð í Bestu deild kvenna þegar liðið mætti Val, ríkjandi Íslandsmeisturum, á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komust yfir en meistararnir svöruðu með þremur mörkum og hafa nú unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:25
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. Innlent 14. maí 2024 18:30
Emirates verður aðalheimavöllur Arsenal á næstu leiktíð Kvennalið enska knattspyrnufélagsins Arsenal mun spila nærri alla heimaleiki sína á Emirates-vellinum, þar sem karlaliðið spilar alla sína leiki, á næstu leiktíð. Enski boltinn 14. maí 2024 18:01
Stig tekið af Ásdísi Karenu og félögum hennar Norska knattspyrnusambandið hefur dregið eitt stig af kvennaliði Lilleström vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins. Fótbolti 14. maí 2024 16:15
„Við erum allar að læra þetta“ Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Barbára Sól Gísladóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir úr Breiðabliki mættu í sófann til hennar, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Fótbolti 14. maí 2024 16:01
KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag. Íslenski boltinn 14. maí 2024 15:06
Heiðruðu mömmur leikmanna á sérstakan hátt HK heiðraði mæður leikmanna sinna í gær þegar byrjunarliðið var tilkynnt á miðlum félagsins fyrir leik Kópavogsliðsins í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 14. maí 2024 14:00
Guardiola: Arsenal verður meistari ef við vinnum ekki Tottenham Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lítur á leikinn á móti Tottenham í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið og það eru örugglega margir sammála honum. Enski boltinn 14. maí 2024 13:31
Napoli leiðir kapphlaupið en Juventus tilbúið að láta Genoa fá tvo fyrir Albert Svo virðist sem stærstu lið Ítalíu muni berjast um að kaupa Albert Guðmundsson í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur átt afar gott tímabil með Genoa í vetur. Fótbolti 14. maí 2024 11:30
Var með 0,99 í xG en skoraði samt ekki Það er nokkuð víst að Diego Carlos svaf ekki vel í nótt eftir færið sem hann klúðraði í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 14. maí 2024 11:01
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. Íslenski boltinn 14. maí 2024 10:30
Varane kveður United eftir tímabilið Franski varnarmaðurinn Raphaël Varane yfirgefur herbúðir Manchester United þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Enski boltinn 14. maí 2024 10:18
Fernandes íhugar að stökkva frá borði Vont gæti versnað enn frekar hjá Manchester United en breskir fjölmiðlar greina frá því að fyrirliði liðsins, Bruno Fernandes, hugsi sér til hreyfings. Enski boltinn 14. maí 2024 09:01
„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Íslenski boltinn 14. maí 2024 08:00
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Íslenski boltinn 14. maí 2024 07:32
Telja að hann hafi sent tvíburabróðurinn til Rúmeníu í sinn stað Edgar Miguel Ié, leikmaður Dinamo Búkarest í Rúmeníu, hefur verið sakaður um að senda tvíburabróður sinn að spila fyrir rúmenska félagið. Fótbolti 14. maí 2024 07:00
Lygileg toppbarátta í Danmörku Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils. Fótbolti 13. maí 2024 23:30