Fótbolti

Endur­komu­jafn­tefli heldur Portúgölum á lífi

Siggeir Ævarsson skrifar
Diana Gomes fagnar jöfnunarmarki sínu með liðsfélögum sínum.
Diana Gomes fagnar jöfnunarmarki sínu með liðsfélögum sínum. Vísir/Getty

Portúgal hleypti öllu upp í háaloft í B-riðli Evrópumótsins í kvöld þegar liðið kreysti fram 1-1 jafntefli gegn Ítalíu.

Ítalir höfðu öll tök á leiknum framan af en eftir að hafa komist 1-0 yfir á 70. mínútu var engu líkara en leikmenn liðsins ætluðu sér einfaldlega að halda fengnum hlut og Portúgalir sóttu mjög í sig veðrið.

Portúgal náði að jafna leikinn með marki sem var dæmt af vegna rangstöðu en á 89. mínútu jafnaði varnarmaðurinn Diana Gomes metin með áhugaverðu innanfótarskoti sem sveif yfir Giuliani í marki Ítalíu en þetta var eina skot Portúgala í leiknum sem rataði á rammann.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem þýðir að bæði lið eru í færi til að tryggja sig áfram meðan að Belgía er úr leik. Portúgalar þurfa þó að stóla á hagstæð úrslit í leik Spánar og Ítalíu og vinna sinn leik gegn Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×