Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin

Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum.

Innlent
Fréttamynd

Óborganlegt upphaf steypiboðs Berglindar Bjargar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hrökk í kút með óborganlegum hætti þegar vinkonur hennar komu henni á óvart með steypiboði í dag. Uppákoman náðist sem betur fer á myndband fyrir þá sem hafa gaman af því að hlæja.

Lífið
Fréttamynd

Roon­ey hættur hjá DC United

Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska liðinu DC United. Liðið endaði í 9. sæti austursins í MLS-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stefán stal rétti­­lega öllum fyrir­­­sögnum í Dana­veldi: „Ég er mættur aftur“

Ís­lenski at­vinnu­maðurinn í fót­bolta, Skaga­maðurinn Stefán Teitur Þórðars­son, stal fyrir­sögnunum á öllum helstu í­þrótta­vef­miðlum Dan­merkur með magnaðri þrennu sinni í 5-0 sigri Sil­ke­borg gegn Ís­lendinga­liði Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni á dögunum. Um var að ræða eitt­hundraðasta leik Stefáns Teits fyrir lið Sil­ke­borgar og hann kórónaði hann með þrennu á að­eins 8 mínútum og 22 sekúndum.

Fótbolti
Fréttamynd

Litblindir ósáttir við búningavalið

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla hafa verið gagnrýndir fyrir að heimila Luton Town og Tottenham Hotspur að leika í þeim búningum sem valið var að spila í þegar liðin leiddu saman hesta sína á Kenilworth Road í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Níunda fall Hermanns á ferlinum

Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans hjá ÍBV féllu úr Bestu deild karla í fótbolta í dag. Þar af leiðandi hefur Hermann fallið níu sinnum á ferli sínum sem leikmaður og þjálfari og þar að auki einu sinni sem aðstoðarmaður knattspyrnustjóra. 

Fótbolti