Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Þrjár vítaspyrnur í markasúpu Inter og Monza

Það virðist fátt fá stöðvað velgengni Inter Milan í Seríu A á Ítalíu þessa dagana en liðið vann yfirburðasigur á Monza á útivelli í kvöld, 1-5, en þrjú af sex mörkum kvöldsins komu úr vítaspyrnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær hafnaði Svíum

Svíar eru í leit að landsliðsþjálfara og hefur sú leit gengið illa. Olof Mellberg hafnaði knattspyrnusambandinu á dögunum sem einnig var með Ole Gunnar Solskjær á lista yfir mögulega þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Endar Henderson á Ítalíu?

Jordan Henderson flutti sig um set til Sádi Arabíu í haust frá Liverpool þar sem hann var fyrirliði. Hann vill nú burt þaðan og gæti endað í ítölsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Matić hættur að mæta á æfingar

Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. 

Fótbolti
Fréttamynd

Leik­menn misstu með­vitund í flug­vélinni

Litlu munaði að illa færi þegar gambíska landsliðið var á leiðinni á Afríkumótið í knattspyrnu í gær. Eftir aðeins nokkrar mínútna flugferð var ljóst að eitthvað mikið var að og leikmenn liðsins í lífshættu. Flugvélinni var snúið til baka og lenti hún eftir aðeins tíu mínútna martraðarflug.

Fótbolti