Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 22:18 Birkir Bjarnason kunni vel við sig í Frakklandi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Á morgun, þriðjudag, mæta strákarnir okkar ógnarsterku liði Frakklands í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Leikurinn fer fram í París. Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira