Fótbolti

Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Gunnlaugs vill að menn gefi allt í leikinn á morgun.
Arnar Gunnlaugs vill að menn gefi allt í leikinn á morgun.

„Þetta er stóra sviðið. Frakkar örugglega eitt af þremur bestu landsliðum í heiminum í dag ásamt Spánverjum og Argentínu,“ segir Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands fyrir leikinn gegn Frökkum annað kvöld. Leikurinn fer fram á Parc de Princes.

„Leikurinn gerist ekki stærri fyrir okkar leikmenn og við erum fullir sjálfstraust eftir góð úrslit á föstudaginn. Þetta verður stór prófraun á morgun og ég bið strákana bara að sýna persónuleika. Ég vil að þeir sjái ekki eftir neinu. Maður hefur spilað sjálfur nokkra svona fótboltaleiki. Ég man sjálfur eftir að hafa mætt Brasilíu 1994 og þú varst mættur þarna og sáttur við að tapa kannski 1, 2 eða 3-0. Og maður sá strax eftir því hvernig frammistaðan var eftir leikinn.“

Hann segir að liðið geti tekið meira en bara sjálfstraust út úr leiknum gegn Aserum eftir 5-0 sigur á föstudaginn.

„Við erum búnir að skora í síðustu ellefu landsleikjum mörk úr föstum leikatriðum og við erum að þróast og komnir með fleiri vopn."

Klippa: Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×