Fótbolti

Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alamara Djabi er 18 ára leikmaður sem er sagður vera 24 ára.
Alamara Djabi er 18 ára leikmaður sem er sagður vera 24 ára.

Alamara Djabi, leikmaður Midtjylland og liðsfélagi íslenska landsliðsmarkmannsins Elíasar Rafns Ólafssonar, er sakaður um að ljúga til um aldur. Hann segist vera átján ára en er talinn vera sex árum eldri, umboðsmaður hans á að hafa breytt skráningunni.

Alamara er frá Gíneu-Bissá, fyrrum nýlendu Portúgals, þangað sem hann flutti árið 2019.

Við komuna til Portúgals er umboðsmaður Alamara sagður hafa viljandi skráð vitlausan fæðingardag. Alamara var þá skráður sem þrettán ára strákur, fæddur þann 28. september 2006, en portúgalski fjölmiðillinn Publico heldur því fram að hann sé raunverulega fæddur þann 28. september árið 2000.

Hann hafi því verið nítján ára, ekki þréttán, þegar hann kom til Portúgals, og sé í dag að verða 25 ára gamall, ekki 19 ára.

Umboðsmaðurinn, Catio Baldé, harðneitar að hafa falsað fæðingarvottorðið en Publico segist hafa sönnunargögn.

Danska fótboltafélagið Midtjylland tjáði sig stuttlega um málið við danska miðilinn Bold og sagðist ekki geta treyst öðru en opinberri skráningu.

Alamara er með samning við Midtjylland þangað til á næsta ári. Hann kom til félagsins úr akademíu Benfica árið 2023.

Midtjylland hefur mikil tengsli við Portúgal og Alamara fór þangað aftur þangað á láni, til CD Mafra, líkt og íslenski landsliðsmarkmaðurinn Elías Rafn gerði tímabilið áður.

Hjá félaginu er annar leikmaður frá Gíneu-Bissá, hinn 21 árs gamli Franculino. 

Franculino er 21 árs gamall leikmaður Midtjylland, einnig frá Gíneu-Bissá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×