
Solskjær um Bruno Fernandes eftir sigurinn: „Nauðsynlegt að vera hrokafullur“
Ole Gunnar Solskjaer þjálfari Manchester United var að vonum virkilega ánægður með 5-1 sigurinn á Leeds.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Ole Gunnar Solskjaer þjálfari Manchester United var að vonum virkilega ánægður með 5-1 sigurinn á Leeds.
Manchester United vann öruggan sigur á Leeds United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Brentford tók á móti Arsenal í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-0, heimamönnum í vil, en þetta var fyrsti leikur Brentford í efstu deild síðan í maí árið 1947.
Romelu Lukaku setti nýtt heimsmet í gær þegar Chelsea gekk frá kaupunum á honum frá Internazionale. Það er núna búið að borga meira fyrir hann á hans ferli en nokkurn annan knattspyrnumann í sögunni.
Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk hefur skrifað undir nýjan samning hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er nú samningsbundinn Bítlaborginni til ársins 2025.
Derek Burridge er harður stuðningsmaður Brentford liðsins og í kvöld endar meira en sjö áratuga bið hans þegar liðið spilar sinn fyrsta leik í efstu deild á Englandi síðan 1947.
Framtíð norska leikmannsins Martins Ödegaard hjá Real Madrid er í óvissu þar sem leikmaðurinn fékk ekki treyjunúmer hjá Madrídar-liðinu og verður því ekki í leikmannahópi liðsins þegar La Liga, spænska úrvalsdeildin, fer af stað um helgina.
Arsenal verður án tveggja sinna bestu manna er liðið heimsækir nýliða Brentford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á leiktíðinni.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki skilja hvernig erkifjendurnir í Manchester United hafi getað eytt svona stórum upphæðum í nýja leikmenn í sumar. Það kemur honum aftur á móti ekki á óvart að Manchester City, Chelsea og Paris Saint-Germain geti eytt miklu.
Ole Gunnar Solskjær segir að lið sitt Manchester United þurfi að byrja betur í ár en á síðustu leiktíð ætli það sér að berjast um enska meistaratitilinn allt til enda.
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Chelsea frá Ítalíumeisturum Inter Milan. Chelsea staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Daninn Jannik Vestergaard hefur ákveðið að söðla um og færa sig um set í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur leikið með Southampton undanfarin ár en er nú á leið til Leicester City.
Vefmiðillinn Football365 tók saman tíu áhugaverðustu nýliða ensku úrvalsdeildarinnar en tímabilið hefst á morgun með leik Brentford og Arsenal. Bæði lið eiga einn leikmann á listanum.
Manchester United hefur bætt við sig einum besta miðverði heims og eytt einnig miklum pening í einn efnilegasta leikmann Englendinga. Það dugar þó ekki til að færa félaginu fyrsta Englandsmeistaratitilinn í níu ár ef marka má þá sem lifa og hrærast í umfjöllun um enska boltann í Englandi.
Curtis Jones verður ekki í leikmannahóp Liverpool er enska úrvalsdeildin fer af stað um helgina. Hann fékk höfuðhögg í leik á dögunum og þarf því að hvíla næstu daga.
Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.
Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.
Enski landsliðsmaðurinn Marcus Rashford lét loksins verða af því að fara í aðgerð á öxl en leikmaðurinn hefur spilað sárþjáður undanfarna mánuði. Eftir að Evrópumótinu lauk á eins svekkjandi hátt og mögulegt er ákvað Rashford að fara undir hnífinn.
Ef marka má rannsókn rannsóknarblaðamanna Al Jazeera geta glæpamenn keypt enskt knattspyrnulið með það að markmiði að þvætta illa fengið fé.
Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við.
Fílabeinsstrendingurinn Sol Bamba er genginn í raðir Middlesbrough í ensku B-deildinni frá Cardiff. Snemma árs greindist Bamba með Non-Hodkin's eitilfrumukrabbamein, en hefur nú náð fullri heilsu.
Enska knattspyrnufélagið Southampton gekk í dag frá kaupum á sóknarmanninum Adam Armstrong frá Blackburn Rovers. Armstrong skrifaði undir fjögurra ára samning í dag.
Jökull Andrésson stóð vaktina í marki C-deildarliðsins Morecambe sem heimsótti Championship liðið Blackburn í enska deildarbikarnum í dag. Morecambe snéri taflinu við og er komið áfram eftir 2-1 sigur.
John Stones, varnarmaður Manchester City, framlengdi í dag samningi sínum við Englandsmeistarana. Nýji samningurinn er til fimm ára og Stones er því skuldbundinn City út sumarið 2026.
Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur samþykkt 34 milljón punda tilboð ítalska liðsins Roma í hinn 23 ára gamla Tammy Abraham samkvæmt heimildum Sky Sports. Þar mun hann spila undir stjórn José Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea.
Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.
Hollywood-stjarnan Ryan Reynolds hefur leikið nokkur stór hlutverk til þessa á lífsleiðinni. Að hans mati er þó ekkert stærra en að vera eigandi knattspyrnufélagsins Wrexham sem spilar í ensku E-deildinni um þessar mundir.
Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að það verða gerðar handahófskenndar athuganir á leikvöllum deildarinnar í upphafi tímabils. Fólk sem ætlar sér að fara á leiki mun þurfa sýna fram á bólusetningu eða vera með neikvætt sýni sem er tekið innan við 48 tímum fyrir leik.
Jack Grealish var formlega kynntur til leiks hjá Englandsmeisturum Manchester City í dag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi. Grealish yfirgaf uppeldisfélag sitt Aston Villa við skiptin og segir hafa verið erfitt að yfirgefa heimahagana.
Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og skoska landsliðsins í fótbolta, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að betur hefði farið en á horfðist þegar hann meiddist á ökkla í æfingaleik í gær.