Framtíð Ronaldos hjá United hefur mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur, en þessi 37 ára leikmaður á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Ronaldo ferðaðist ekki með liðinu í æfingaferð til Taílands af persónulegum ástæðum og hefur verið sagður vilja losna frá félaginu sem gerði hann að þeirri stórstjörnu sem hann er í dag.
Erik ten Hag segist þó ekki hafa fengið að heyra það frá leikmanninum sjálfum að hann vilji fara frá félaginu. Hann segir einnig að Ronaldo sé í hans plönum fyrir næsta tímabil.
„Cristiano Ronaldo er ekki til sölu. Hann er í okkar áformum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í morgun,
„Hann er ekki með okkur núna af persónulegum ástæðum. Við erum að skipuleggja næsta tímabil með Ronaldo, þannig er það.“
„Ég ræddi við hann áður en þetta vandamál kom upp og við áttum gott samtal. Hann hefur ekki sagt mér að hann vilji fara. Ég hef bara lesið um það. Við viljum ná árangri saman og ég hlakka til að vinna með honum,“ sagði Ten Hag að lokum.
Erik Ten Hag: "Cristiano Ronaldo is NOT for sale, he is in our plans - he's not with us due to personal issues. We are planning with Cristiano Ronaldo for this season, that's it". 🚨🔴 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022
"How to make Cristiano happy? I don't know - I'm looking forward to work with him". pic.twitter.com/8bSRpQbXkI