Klopp telur að titilbaráttan á næsta ári verði ekki bara á milli Liverpool og City Atli Arason skrifar 14. júlí 2022 07:30 Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það af og frá að Liverpool og Manchester City séu einu tvö liðin sem munu skara frammúr í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool og City báru höfuð og herðar yfir önnur lið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með einu stigi meira en Liverpool og Chelsea varð í þriðja sæti heilum 18 stigum á eftir Liverpool. Klopp ræddi við ESPN í Taílandi þar sem liðið er nú á undirbúningstímabilinu sínu fyrir komandi leiktímabil en knattspyrnustjórinn telur að næsta tímabil á Englandi verði ólíkt því síðasta. „Við erum ekki það langt á undan. Það er alltaf þessi sami misskilningur að skoða bara heildar stigafjölda af síðasta tímabili,“ sagði Klopp. „Við spiluðum fjórum sinnum við Chelsea á síðasta leiktímabili og við unnum þá ekki einu sinni. Við vorum góðir í þeim leikjum en yfir 90 mínútur þá tókst okkur ekki að sigra þá. Chelsea er með ótrúlega sterkt lið,“ bætti Klopp við. Þýski knattspyrnustjórinn býst neflilega við því að Chelsea, Tottenham, Arsenal og Manchester United verði öll mun sterkari á komandi tímabili. Liverpool tapaði 4-0 gegn United í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. „Tottenham verður ekki lélegra á næsta tímabili. Arsenal er enn þá þarna uppi og Manchester United er að fara í gegnum nýtt upphaf, það eru allskonar hlutir í þessu.“ Í félagaskiptaglugganum í sumar hefur Liverpool meðal annars selt Sadio Mane, Takumi Minamino og Divock Origi en hefur styrkt sig með komu Darwin Nunez, Fabio Carvalho og Calvin Ramsey. Liverpool var grátlega nálægt því að vinna alla fjóra bikara sem voru í boði á síðasta tímabili. Klopp segir að liðið þurfi samt sem áður að horfa fram á veginn, árangur Liverpool á síðasta tímabili gefur liðinu ekkert á næsta tímabili. „Ég hef engan áhuga á þeim stigafjölda sem við náðum á síðasta tímabili, ég hef bara áhuga á því sem við getum afrekað á næsta tímabili. Ég er jákvæður og bjartsýnn en samt ekki alveg viss. Við verðum þess vegna að halda áfram að berjast og sjá svo hver útkoman verður,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Man Utd valtaði yfir Liverpool í fyrsta leik Erik ten Hag Manchester United vann 4-0 sigur á Liverpool er liðin mættust í vináttuleik í Bangok í Tælandi. Var þetta fyrsti leikur Man United undir stjórn nýs þjálfara. 12. júlí 2022 15:00