Van Dijk sannfærði Gakpo um að velja Liverpool Virgil van Dijk átti stóran þátt í því að sannfæra samherja sinn í hollenska landsliðinu, Cody Gakpo, um að ganga í raðir Liverpool. Enski boltinn 29. desember 2022 15:17
Guardiola kemur „kynæsandi“ Kalvin til varnar Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gefur lítið fyrir orðræðu breskra fjölmiðla um að Kalvin Phillips, miðjumaður liðsins, sé ekki í standi. Enski boltinn 29. desember 2022 14:31
Haaland slátraði rúmlega 20 ára gömlu meti Erling Haaland skoraði tvö marka Manchester City í öruggum 3-1 sigri á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Hann setti þar með met í deildinni. Enski boltinn 29. desember 2022 08:01
Håland heitur eftir HM pásuna og Man City eltir Skytturnar eins og skugginn Englandsmeistarar Manchester City unnu 3-1 útisigur á Leeds United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Erling Braut Håland skoraði tvö af þremur mörkum Man City. Enski boltinn 28. desember 2022 22:00
Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. Enski boltinn 28. desember 2022 18:01
Man United vildi Gakpo síðasta sumar en hefur ekki efni á honum nú Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vildi festa kaup á Coady Gakpo, nýjasta leikmanni Liverpool, síðasta sumar en félagið náði ekki að ganga frá kaupunum þar sem brasilíski vængmaðurinn Antony kostaði meira en áætlað var. Enski boltinn 28. desember 2022 16:17
Sagðir hafa boðið yfir 100 milljónir í heimsmeistara Argentínska ungstirnið Enzo Fernández heillaði marga á leið Argentínu að heimsmeistaratitlinum í fótbolta í Katar. Félag hans, Benfica, mun berjast fyrir því að halda honum með kjafti og klóm. Enski boltinn 28. desember 2022 13:16
„Hann er betri en Mbappé og Haaland“ Iván Zamorano, fyrrum framherji Inter Milan og Real Madrid, segir ungstirni Manchester City, Julián Álvarez, hafa upp á meira að bjóða en tveir bestu framherjar heims. Fótbolti 28. desember 2022 09:30
Skalf af stressi þegar hann hitti Messi Alexis Mac Allister, nýkrýndur heimsmeistari og leikmaður Brighton Hove & Albion á Englandi, vissi ekki hvernig hann átti að haga sér þegar hann mætti fyrst á landsliðsæfingar með stjörnunni Lionel Messi. Fótbolti 28. desember 2022 08:00
Fjórði deildarsigurinn í röð hjá Jóhanni og félögum Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley sitja enn á toppi ensku B-deildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur gegn Birmingham í kvöld. Fótbolti 27. desember 2022 21:59
United kláraði nýliðana í fyrri hálfleik Manchester United vann góðan 3-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Enski boltinn 27. desember 2022 21:55
Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. Enski boltinn 27. desember 2022 19:26
Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld. Fótbolti 27. desember 2022 18:31
Hefur skorað á móti öllum liðum sem hann hefur mætt í deildinni Harry Kane, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, skoraði fyrra mark liðsins er Tottenham gerði 2-2 jafntefli gegn Brentford í gær. Fótbolti 27. desember 2022 17:45
Jón Daði snéri aftur í leikmannahóp Bolton Jón Daði Böðvarsson og félagar hans í Bolton þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Derby County í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 27. desember 2022 16:55
Gakpo skrifar undir sex ára samning við Liverpool Hollenski framherjinn Cody Gakpo er á leið til Liverpool frá PSV Eindhoven þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Hann mun skrifa undir sex ára samning við félagið. Fótbolti 27. desember 2022 15:01
Segir stuðningsmönnum að láta sig dreyma um titilinn Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle á Englandi, hefur hvatt stuðningsmenn félagsins að dreyma stórt. Liðið situr óvænt í öðru sæti ensku deildarinnar. Enski boltinn 27. desember 2022 14:01
United og Arsenal í bestri stöðu til að fá Félix Manchester United og Arsenal leiða kapphlaupið um undirskrift Portúgalans João Félix sem er á förum frá Atlético Madrid. Chelsea sækist einnig eftir kappanum. Fótbolti 27. desember 2022 13:01
Ræddi við van Dijk og fer í læknisskoðun í dag Fátt virðist geta komið í veg fyrir kaup Liverpool á hollensku HM-stjörnunni Cody Gakpo frá PSV Eindhoven. Hann mun gangast undir læknisskoðun í Liverpool-borg í dag. Enski boltinn 27. desember 2022 09:31
Ánægður að sjá Wenger: „Vonandi kemur hann oftar“ Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var að vonum ánægður eftir 3-1 sigur liðs hans á West Ham í fyrsta deildarleik liðanna eftir HM-pásu í gær. Fyrrum stjóri hans hjá félaginu var í stúkunni. Enski boltinn 27. desember 2022 07:32
Varð í gær stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi Andrew Robertson, leikmaður Liverpool, er orðinn stoðsendingahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Skotinn hefur gefið 54 stoðsendingar og tekur fram úr Leighton Baines sem gaf 53 stoðsendingar. Sport 27. desember 2022 07:00
Cody Gakpo að ganga í raðir Liverpool Liverpool hefur gengið frá kaupum á sóknarmaninnum Cody Gakpo sem kemur frá PSV Eindhoven. Kaupverðið er 37 milljónir punda en gæti endað í allt að 50 milljónum punda. Sport 26. desember 2022 22:10
Arsène Wenger sá Arsenal koma til baka gegn West Ham Arsenal styrkti stöðu sína á toppnum með 3-1 sigri á West Ham United eftir að hafa lent marki undir í hálfleik. Enski boltinn 26. desember 2022 22:00
Jürgen Klopp hefur ekki áhyggjur af Darwin Nunez Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með 1-3 sigur á Aston Villa í að hans mati erfiðum leik. Sport 26. desember 2022 20:00
Átján ára Stefan Bajcetic skoraði í sigri Liverpool Rauði herinn vann Aston Villa 1-3 í fyrsta leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni eftir nokkurra vikna hlé vegna HM. Þetta var næst síðasti leikurinn á öðrum degi jóla. Enski boltinn 26. desember 2022 19:30
Chelsea á eftir enn einum miðverðinum Chelsea er á höttunum eftir Frakkanum Benoît Badiashile sem er miðvörður og leikur með AS Monaco. Ef marka má Fabrizio Romano er kaupverðið milli 35-40 milljónir evra og mun Chelsea kaupa hann í janúar. Sport 26. desember 2022 18:00
Newcastle heldur áfram að blómstra | Wolves úr neðsta sæti eftir sigurmark í uppbótartíma Fimm af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni er lokið á öðrum degi jóla. Heimavöllurinn gaf lítið sem ekki neitt þar sem fjórir leikir enduðu með sigri á útivelli og fyrsti leikur dagsins endaði með jafntefli. Sport 26. desember 2022 17:30
Everton vill Anthony Elanga á láni Það styttist í að vetrarglugginn á Englandi opni og eru félögin í ensku úrvalsdeildinni farin að líta í kringum sig. Samkvæmt The Athletic er Everton sagt áhugasamt um að fá Anthony Elanga, leikmann Manchester United, á láni. Sport 26. desember 2022 16:45
Sungu að Kane hefði brugðist landi sínu Þegar kemur að níðsöngvum um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er ekkert heilagt. Harry Kane fékk að finna fyrir því í 2-2 jafntefli Brentford og Tottenham Hotspur í dag. Enski boltinn 26. desember 2022 16:00
Í beinni: Leicester - Newcastle | Sjóðheitir Skjórar á Refastöðum Newcastle United getur komist upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Leicester City á útivelli. Enski boltinn 26. desember 2022 14:30