Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2024 23:31 Harry Maguire missir af síðustu leikjum tímabilsins ef marka má tilkynningu Man Utd. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira