Hin þrítuga Kirby var í tilfinningaþrungnu viðtali við vefsíðu félagsins þar sem hún staðfesti að hún væri á förum. Hún sagði það forréttindi að hafa unnið til allra þeirra verðlauna sem hún hafði unnið með félaginu sem og að spila með þeim leikmönnum sem hún hefur spilað með undanfarinn áratug.
Fran has something to say... 🥲
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) May 4, 2024
After so many incredible memories, this season will be @FranKirby's last at Chelsea. pic.twitter.com/9D9sweEyIG
„Að vinna titla er ótrúlegt en að spila með fólkinu sem ég hef hitt hefur verið frekar magnað. Fyrir unga stelpu frá Reading þá er þetta ekki slæmt,“ bætti Kirby við.
Hún hefur unnið sex Englandsmeistaratitla, fimm bikartitla og tvo deildarbikartitla sem leikmaður Chelsea. Var hún valin leikmaður ársins af blaðamönnum tímabilið 2017-18 þar sem hún skoraði 25 mörk í 31 leik.
Kirby hefur spilað 70 A-landsleiki og skorað 19 mörk fyrir England. Hún byrjaði alla leikina á EM 2022 þegar Ljónynjurnar fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar.
Thank you, Chelsea 💙 pic.twitter.com/HoFDcbYXxa
— Fran Kirby (@frankirby) May 4, 2024
Kirby hefur glímt við erfið meiðsli og veikindi á sínum ferli. Missti hún til að mynda af HM á síðasta ári vegna meiðsla.
„Það var í meiðslunum og veikindunum sem ég eignaðist vini til lífstíðar. Ég mun aldrei gleyma að sama hversu illa mér leið á þeim augnablikum þá var ég alltaf elskuð og fann fyrir miklum stuðning,“ sagði Kirby að lokum.