„Við þurfum níu stig til að vinna titilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 22:45 Pep er að reyna vinna fjórða Englandsmeistaratitilinn í röð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Pep Guardiola segir sína menn þurfa að vinna þá þrjá leiki sem Manchester City á eftir í ensku úrvalsdeildinni ætli liðið sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð. Lærisveinar Pep lögðu Úlfana 5-1 í dag. „Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
„Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira