Enginn náð í fleiri stig en McKenna síðan hann tók við Ipswich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 23:31 McKenna fagnar eftir að úrvalsdeildarsætið var í höfn. Stephen Pond/Getty Images Kieran McKenna hefur svo sannarlega svifið um á bleiku skýi síðan hann tók við Ipswich Town í ensku C-deildinni. Undir hans stjórn hefur liðið flogið upp um tvær deildir í því sem er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Þá hefur enginn, ekki einu sinni Pep Guardiola, nælt í jafn mörg stig og McKenna síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Ipswich. Hinn 37 ára McKenna starfaði fyrir yngri lið Tottenham Hotspur áður en hann færði sig til Manchester United árið 2016. Hann starfaði fyrst um sinn fyrir yngri lið félagsins en var hluti af þjálfarateymi aðalliðsins áður en hann færði sig til Ipswich árið 2021. Hann tók við liðinu þegar það var á slæmum stað í C-deildinni en uppgangur þess hefur verið lyginni líkastur. Í dag, laugardag, tryggði liðið sér sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2024-25. Þar hefur Ipswich ekki verið síðan árið 2002. Ætla má að McKenna sé í guðatölu hjá stuðningsfólki Ipswich Town en um er að ræða fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Er hann eini þjálfarinn í sögu Englands sem hefur farið upp úr ensku C- og B-deildunum á fyrstu tveimur tímabilunum sem þjálfari. Ekki nóg með það heldur hefur Ipswich alls nælt í 236 stig síðan McKenna tók við. Ekkert lið á Englandi hefur nælt í jafn mörg stig á þeim tíma. Manchester City hefur á sama tíma náð í 220 stig og Arsenal, undir stjórn Mikel Arteta, hefur náð í 204 stig. Kieran McKenna becomes the first manager to win consecutive promotions from the English third tier to the first, in their first two full seasons as a head coach. He has also won the most points in England's top four divisions since becoming Ipswich manager... 🚜💙#ITFC pic.twitter.com/Ma2uhCReeR— The Coaches' Voice (@CoachesVoice) May 4, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Hinn 37 ára McKenna starfaði fyrir yngri lið Tottenham Hotspur áður en hann færði sig til Manchester United árið 2016. Hann starfaði fyrst um sinn fyrir yngri lið félagsins en var hluti af þjálfarateymi aðalliðsins áður en hann færði sig til Ipswich árið 2021. Hann tók við liðinu þegar það var á slæmum stað í C-deildinni en uppgangur þess hefur verið lyginni líkastur. Í dag, laugardag, tryggði liðið sér sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2024-25. Þar hefur Ipswich ekki verið síðan árið 2002. Ætla má að McKenna sé í guðatölu hjá stuðningsfólki Ipswich Town en um er að ræða fyrsta starf hans sem aðalþjálfari. Er hann eini þjálfarinn í sögu Englands sem hefur farið upp úr ensku C- og B-deildunum á fyrstu tveimur tímabilunum sem þjálfari. Ekki nóg með það heldur hefur Ipswich alls nælt í 236 stig síðan McKenna tók við. Ekkert lið á Englandi hefur nælt í jafn mörg stig á þeim tíma. Manchester City hefur á sama tíma náð í 220 stig og Arsenal, undir stjórn Mikel Arteta, hefur náð í 204 stig. Kieran McKenna becomes the first manager to win consecutive promotions from the English third tier to the first, in their first two full seasons as a head coach. He has also won the most points in England's top four divisions since becoming Ipswich manager... 🚜💙#ITFC pic.twitter.com/Ma2uhCReeR— The Coaches' Voice (@CoachesVoice) May 4, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira