Nunez hefur eytt öllum myndum á Instagram-síðu sinni sem tengjast Liverpool. Eftir standa myndir af honum með fjölskyldunni og að leika með ýmist úrúgvæska landsliðinu eða Benfica.
Nunez hefur átt skrautlegt tímabil og margir stuðningsmenn Liverpool að missa þolinmæði fyrir framherjanum vegna slakrar nýtingar hans fyrir framan markrammann.

Nunez hefur skorað ellefu mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en mörkin gætu hæglega verið fleiri.
Hann hefur verið orðaður við Barcelona en Xavi Hernández, þjálfari liðsins, hyggst taka til í leikmannahópnum í sumar eftir að félaginu mistókst að vinna spænska meistaratitilinn. Real Madrid tryggði sér titilinn um helgina.
Nunez gæti komið í stað Roberts Lewandowski. Sá pólski verður 36 ára gamall í sumar og er á meðal launahærri leikmanna Katalóníuliðsins, sem er í fjárhagsvandræðum.