Lífið

Mortal Kombat-stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Cary-Hiroyuki Tagawa fór með hlutverk Shang Tshung í Mortal Kombat-myndunum.
Cary-Hiroyuki Tagawa fór með hlutverk Shang Tshung í Mortal Kombat-myndunum. Getty

Japansk-bandaríski leikarinn Cary-Hiroyuki Tagawa, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Mortal Kombat-myndunum og James Bond-myndinni Licence to Kill, er látinn. Hann varð 75 ára.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir að Tagawa hafi látist í kjölfar hjartaslags í Santa Barbara í Kaliforníu í gær.

Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn illi töframaður Shang Tsung í Mortal Kombat-myndunum frá 1995 og 1997 og svo aftur í þáttunum Mortal Kombat: Legacy frá 2013.

Þá vakti hann athygli sem lögreglumaðurinn Kwang í Hong Kong í James Bond-myndinni License to Kill frá 1989 sem skartaði Timothy Dalton í hlutverki Bond.

Hann fór einnig með hlutverk í myndum á borð við The Last Emperor sem vann til Óskarsverðlauna sem besta mynd árið 1987, Planet of the Apes frá 2001, Memoirs of a Geisha frá 2005 og þáttunum The Man in the High Castle.

Tagawa fæddist í Japan en fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var fimm ára gamall. Hann stundaði japanskar bardagalistir af miklu miklu kappi, meðal annars Kendo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.