Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 17:28 Selenskí ræðir símleiðis við þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forsetaembætti Úkraínu Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira