Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Agnar Már Másson skrifar 22. nóvember 2025 17:28 Selenskí ræðir símleiðis við þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forsetaembætti Úkraínu Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington. Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Úkraínuforsetinn greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að hann hafi átt fjarfund með leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Á mynd sem úkraínska forsetaembættið birti á Facebook má sjá Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra Íslands í glugga á tölvuskjá Úkraínuforsetans. „Ég sagði þeim frá vinnu okkar með bandarískum og evrópskum félögum okkar um að binda enda á stríðið og um okkar næstu skref,“ skrifar forsetinn. Af tölvuskjá Selenskís.Forsetaembætti Úkraínu Kristrún og Selensí sátu fundinn með Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar, Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs, Eviku Siliņa forsætisráðherra Lettlands, Gitanas Nausėda forsætisráðherra Litháens, Alexander Stubb Finnlandsforseta og Petteri Orpo forsætisráðherra Finnlands auk Kristen Michal forseta Eistlands. „Frá fyrstu dögum þessa stríðs hefur Úkraína leitað að virðulegum friði eins og enginn annar, og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vinna eins markvisst og mögulegt er,“ skrifar forsetinn en í gær gaf hann til kynna að bandamenn Úkraínumanna, væntanlega Bandaríkjamenn þar helst, reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa gefið til kynna að þeir muni slíta á flæði upplýsinga og vopna, sem Úkraínumenn og/eða önnur ríki Evrópu hafa keypt af Bandaríkjamönnum, skrifi Selenski ekki fljótt undir friðaráætlun sem skrifuð var af bandarískum og rússneskum erindrekum. „Ég þakka öllum leiðtogum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu og Úkraínumenn, baráttu okkar fyrir frelsi, fullveldi og landhelgi. Við metum mikils samstöðuna og skilninginn á þeim afstöðum sem eru grundvallaratriði fyrir Úkraínu,“ skrifar Selensí. Tuttugu og átta liða friðaráætluninni hefur verið lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og inniheldur þó nokkra liði sem Úkraínumenn hafa áður sagt að þeir geti ekki sætt sig við. Þá eru aðrir liðir í friðaráætluninni sem munu reynast ríkjum Evrópu erfiður biti að kyngja Kristrún greninir einnig frá fundinum á Facebook: „Átti samtal í morgun við Vólódímír Selenskí forseta Úkraínu, ásamt leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þessi hópur stendur þétt við bakið á Úkraínu. Það er nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið. Barátta Úkraínu er barátta okkar allra.“ Fréttin hefur verið uppfærð með færslu Kristrúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Eistland Litáen Danmörk Noregur Svíþjóð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Finnland Lettland Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira