Viðskipti innlent

Ráðinn markaðs­stjóri Emm­ess­íss

Atli Ísleifsson skrifar
Ari Friðfinnsson.
Ari Friðfinnsson.

Emmessís hefur ráðið Ara Friðfinnsson sem markaðsstjóra fyrirtækisins.

Í tilkynningu segir að Ari muni leiða uppbyggingu og þróun vörumerkja félagsins á tímum umbreytinga. Emmessís flytji í nýjar höfuðstöðvar í Grafarvogi í lok næsta árs.

„Ari lauk BA-námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 og meistaranámi í markaðsfræði frá TBS-háskólanum í Barcelona árið 2022. Að námi loknu hóf hann störf hjá Artasan sem vörumerkjastjóri þar sem hann hefur verið um þriggja ára skeið,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×