„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Agnar Már Másson skrifar 16. september 2025 22:32 Christian Kamhaug hjá Wolt segir að þessi tiltekni sendill hafi ekki verið látinn fara þar sem engin formleg kvörtun hafi borist. Samsett Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins. „Þegar við komum að svona málum, þar sem einhver hefur til dæmis tekið bita af pítsunni þinni, eða hefur einhvern veginn komist í pokann þinn, tökum við þessu mjög alvarlega,“ segir hinn norski Chirstian Kamhaug hjá Wolt í samtali við Vísi. Kamhaug vísar þar meðal annars til máls Lárusar Sigurðar Lárussonar, óánægðs viðskiptavinar sem hafði pantað sér pítsu í gegnum sendingaþjónustuna sem í vantaði eina sneið. Svo virtist sem sendillinn hafi fengið sér nokkra bita af mat viðskiptavinarins. Hann kveðst harma atvikið og segir að slíkt sé algjör undantekning. Ekki látinn taka pokann sinn „Þetta gæti orðið til þess að þú sért látinn fara,“ heldur Kamhaug áfram. „Þetta snýst um matvælaöryggi og við getum ekki látið það viðgangast að menn snerti annarra manna mat.“ Hann bætir þó við að þessi tiltekni sendill hafi ekki verið látinn taka pokann sinn þar sem formlega kvörtun barst ekki þjónustuverinu. Christian Kamhaug, samskiptastjóri Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg.Wolt Láru, viðskiptavinurinn, sagði enn fremur að hann hafi ekki náð sambandi við þjónustufulltrúa en sagði að sér hafi gengið illa við að ná sambandi við þjónustuver. Kamhaug, sem er fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins í Noregi, Lúxemborg auk Íslands, útskýrir að um tuttugu manns vinni í þjónustuveri Wolt á Íslandi en á háannatímum, til dæmis seint á kvöldin, þurfi að vísa fólki áfram til þjónustuvera í öðrum löndum, til að mynda Ungverjalandi. „Ef það gerðist að viðskiptavinurinn kvartaði og fékk ekki okkar fyllstu athygli þyki mér það leitt, en þessu tökum við mjög alvarlega.“ Wolt féll í frjóan jarðveg á Íslandi Wolt leit fyrst dagsins ljós árið 2014, þá í Finnlandi, og hefur síðan þá dreift sér víðs vegar um Evrópu. Það var keypt af bandaríska Doordash árið 2022 og ári síðar skaut fyrirtækið upp kolli á Íslandi. Á því tveimur og hálfa ári sem Wolt hefur starfað á Íslandi hefur starfsemi fyrirtækisins stækkað gríðarlega. Kamhaug útskýrir að í heimalandi sínu í Noregi, þar sem Wolt hefur starfað síðan 2018, teljist markaður fyrirtækisins enn eins og nýr. Á Íslandi þykir markaðurinn aftur á móti þegar „þroskaður“ eins og Kamhaug orðar það. Spurður út í hagnað Wolt á Íslandi í fyrra kveðst hann ekki getað tjáð sig um það en hann segir að reksturnn gangi mjög vel. Fyrsta ár sitt á markaði. 2023, hagnaðist félagið um rúmar sex milljónir króna. Oft innflytjendur sem sækjast í starfið Kamhaug segir að fjöldi sendla Wolt á Íslandi sé í hundruðum talinn. Hann kveðst aftur á móti ekki hafa upplýsingar um ríkisföng þeirra. Hann tekur þó fram að innflytjendur, og aðrir sem koma nýir inn a tiltekinn vinnumarkað, sækist oft í slík störf. Fyrirtækið kæri sig lítið um þjóðerni sendla. Einu skilyrðin séu að eiga og kunna á hjól eða bíl auk þess sem að maður þurfi að geta talað íslensku eða ensku. Oft sé þetta byrjunarreitur á vinnumarkaðnum. En rekstur Wolt á Íslandi hefur ekki gengið hnökralaust. Í fyrra kom upp mál þar sem um tuttugu sendla átu yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan benti á ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. Kamhaug útskýrir að það hafi gerst vegna þess að óprúttnir aðili framselt samninga sinn til fólks sem ekki hafði starfsleyfi. Fyrirtækið hefur nú brugðist við. „Þegar þú sækir um að gerast sendill þarftu að senda frá þér skilríki og, ef þú ert ekki íslenskur ríkisborgari, þarftur að senda starfsleyfi,“ útskýrir Norðmaðurinn. Fyrirtækið þurfti þó aftur að bregðast við slíku svindli í Noregi í sumar, eftir að rúmenskir glæpahópar hösluðu sér völl í Ósló þar sem höfuðpaurar myndu láta starfsleyfislausa innflytjendur vinna fyrir sig. Málið vakti athygli lögreglu þegar skyndilega var kominn fjöldi bíla til borgarinnar sem skráðir voru í Rúmeníu. Kamhaug segir að eftir þetta mál sé leyfi Wolt ekki lengur sendlum í Noregi að nota bíla sem ekki eru skráðir í því landi. „Það þarf að vera norskur bíll.“ Og kjörin? Verkalýðsfélög bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu hafa lýst áhyggjum af kjörum sendla, bæði hjá Wolt og öðrum löndum. Fulltrúar ASÍ hafa áður sakað Wolt um að borga sendlum skammarlega lág laun en Kamhaug þvertekur fyrir það og segir að tímakaup sendla á Íslandi sé að meðaltali 4.800 krónur á tímann. Aftur á móti er gert ráð fyrir því að sendlar kosti sjálfir gjöld á borð við bensín. Wolt bjóði upp á slysatryggingar ef þú slasast í vinnunni, segir Kamhaug, en aðrar tryggingar þurfi sendlar að skaffa sér sjálfir. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Sjá meira
„Þegar við komum að svona málum, þar sem einhver hefur til dæmis tekið bita af pítsunni þinni, eða hefur einhvern veginn komist í pokann þinn, tökum við þessu mjög alvarlega,“ segir hinn norski Chirstian Kamhaug hjá Wolt í samtali við Vísi. Kamhaug vísar þar meðal annars til máls Lárusar Sigurðar Lárussonar, óánægðs viðskiptavinar sem hafði pantað sér pítsu í gegnum sendingaþjónustuna sem í vantaði eina sneið. Svo virtist sem sendillinn hafi fengið sér nokkra bita af mat viðskiptavinarins. Hann kveðst harma atvikið og segir að slíkt sé algjör undantekning. Ekki látinn taka pokann sinn „Þetta gæti orðið til þess að þú sért látinn fara,“ heldur Kamhaug áfram. „Þetta snýst um matvælaöryggi og við getum ekki látið það viðgangast að menn snerti annarra manna mat.“ Hann bætir þó við að þessi tiltekni sendill hafi ekki verið látinn taka pokann sinn þar sem formlega kvörtun barst ekki þjónustuverinu. Christian Kamhaug, samskiptastjóri Wolt á Íslandi, í Noregi og í Lúxemborg.Wolt Láru, viðskiptavinurinn, sagði enn fremur að hann hafi ekki náð sambandi við þjónustufulltrúa en sagði að sér hafi gengið illa við að ná sambandi við þjónustuver. Kamhaug, sem er fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins í Noregi, Lúxemborg auk Íslands, útskýrir að um tuttugu manns vinni í þjónustuveri Wolt á Íslandi en á háannatímum, til dæmis seint á kvöldin, þurfi að vísa fólki áfram til þjónustuvera í öðrum löndum, til að mynda Ungverjalandi. „Ef það gerðist að viðskiptavinurinn kvartaði og fékk ekki okkar fyllstu athygli þyki mér það leitt, en þessu tökum við mjög alvarlega.“ Wolt féll í frjóan jarðveg á Íslandi Wolt leit fyrst dagsins ljós árið 2014, þá í Finnlandi, og hefur síðan þá dreift sér víðs vegar um Evrópu. Það var keypt af bandaríska Doordash árið 2022 og ári síðar skaut fyrirtækið upp kolli á Íslandi. Á því tveimur og hálfa ári sem Wolt hefur starfað á Íslandi hefur starfsemi fyrirtækisins stækkað gríðarlega. Kamhaug útskýrir að í heimalandi sínu í Noregi, þar sem Wolt hefur starfað síðan 2018, teljist markaður fyrirtækisins enn eins og nýr. Á Íslandi þykir markaðurinn aftur á móti þegar „þroskaður“ eins og Kamhaug orðar það. Spurður út í hagnað Wolt á Íslandi í fyrra kveðst hann ekki getað tjáð sig um það en hann segir að reksturnn gangi mjög vel. Fyrsta ár sitt á markaði. 2023, hagnaðist félagið um rúmar sex milljónir króna. Oft innflytjendur sem sækjast í starfið Kamhaug segir að fjöldi sendla Wolt á Íslandi sé í hundruðum talinn. Hann kveðst aftur á móti ekki hafa upplýsingar um ríkisföng þeirra. Hann tekur þó fram að innflytjendur, og aðrir sem koma nýir inn a tiltekinn vinnumarkað, sækist oft í slík störf. Fyrirtækið kæri sig lítið um þjóðerni sendla. Einu skilyrðin séu að eiga og kunna á hjól eða bíl auk þess sem að maður þurfi að geta talað íslensku eða ensku. Oft sé þetta byrjunarreitur á vinnumarkaðnum. En rekstur Wolt á Íslandi hefur ekki gengið hnökralaust. Í fyrra kom upp mál þar sem um tuttugu sendla átu yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan benti á ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. Kamhaug útskýrir að það hafi gerst vegna þess að óprúttnir aðili framselt samninga sinn til fólks sem ekki hafði starfsleyfi. Fyrirtækið hefur nú brugðist við. „Þegar þú sækir um að gerast sendill þarftu að senda frá þér skilríki og, ef þú ert ekki íslenskur ríkisborgari, þarftur að senda starfsleyfi,“ útskýrir Norðmaðurinn. Fyrirtækið þurfti þó aftur að bregðast við slíku svindli í Noregi í sumar, eftir að rúmenskir glæpahópar hösluðu sér völl í Ósló þar sem höfuðpaurar myndu láta starfsleyfislausa innflytjendur vinna fyrir sig. Málið vakti athygli lögreglu þegar skyndilega var kominn fjöldi bíla til borgarinnar sem skráðir voru í Rúmeníu. Kamhaug segir að eftir þetta mál sé leyfi Wolt ekki lengur sendlum í Noregi að nota bíla sem ekki eru skráðir í því landi. „Það þarf að vera norskur bíll.“ Og kjörin? Verkalýðsfélög bæði á Íslandi og annars staðar í Evrópu hafa lýst áhyggjum af kjörum sendla, bæði hjá Wolt og öðrum löndum. Fulltrúar ASÍ hafa áður sakað Wolt um að borga sendlum skammarlega lág laun en Kamhaug þvertekur fyrir það og segir að tímakaup sendla á Íslandi sé að meðaltali 4.800 krónur á tímann. Aftur á móti er gert ráð fyrir því að sendlar kosti sjálfir gjöld á borð við bensín. Wolt bjóði upp á slysatryggingar ef þú slasast í vinnunni, segir Kamhaug, en aðrar tryggingar þurfi sendlar að skaffa sér sjálfir.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“