Viðskipti innlent

Andri Sæ­var og Svava til Daga

Atli Ísleifsson skrifar
Andri Sævar Reynisson og Svava Helgadóttir.
Andri Sævar Reynisson og Svava Helgadóttir.

Andri Sævar Reynisson hefur verið ráðinn sérfræðingur í gagnagreiningu og þróun og Svava Helgadóttir tekur við stöðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra.

Í tilkynningu segir að Andri Sævar muni sinna þróun skýrslugerðar og sjálfvirknivæðingu, auk þess að bera ábyrgð á daglegum rekstri og þróun. 

„Hann kemur frá Öryggismiðstöð Íslands þar sem hann starfaði sem sérfræðingur á fjármálasviði. Hann hefur lokið B.S.c. í hagfræði og M.S.c. í fjármálum fyrirtækja.

Svava hefur tekið við starfi gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra. Hún býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu og mun leiða áframhaldandi þróun og umbótastarf Daga á sviði gæða, öryggis og sjálfbærni,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×