Play sé ekki að fara á hausinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 20:02 Jens Þórðarson er fyrrverandi flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Lýður Valberg Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira