Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Er verið að blekkja al­menning og sjó­menn?

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur undanfarið sagt opinberlega að fræða þurfi almenning betur um sjávarútveginn. Það er sjálfsagt og gott mál – því betra sem fólk skilur hvernig verðmæti verða til í greininni, því betri geta umræðurnar orðið.

Skoðun
Fréttamynd

Vill laga „hring­ekju verð­tryggingar og hárra vaxta“

Bankastjóri Arion banka segir verðtryggingu hafa mikil áhrif á vaxtastigið hér á landi. Tímabært sé að ræða með opnum hug hvort rétt sé að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi og laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ sem farið hafi af stað árið 1979. Það myndi kalla á breytingar á uppbyggingu réttindakerfis lífeyrissjóðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hring­ekja verð­tryggingar og hárra vaxta

Allt frá árinu 1979 hefur verið heimilt hér á landi að verðtryggja sparnað og skuldir. Sú breyting þótti nauðsynleg til að bregðast við þeirri óðaverðbólgu og eignarýrnun sem hafði sett mark sitt á árin á undan. En þrátt fyrir ýmsa kosti verðtryggingar getur víðtæk notkun hennar haft verulega ókosti í för með sér eins og hér verður aðeins rakið.

Skoðun
Fréttamynd

Gengi bréfa Ocu­lis rýkur upp eftir að grein­endur hækka verðmat sitt á fé­laginu

Eftir jákvæða endurgjöf frá FDA við einu af þróunarlyfi sínu við bráðri sjóntugabólgu, sem skapar forsendur til að hefja skráningarrannsóknir, hafa bandarískir greinendur hækkað verðmat sitt á Oculis en árlegar tekjur af lyfinu eru sagðar geta numið þremur milljörðum dala. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengi bréfa félagsins hækkað skarpt.

Innherji
Fréttamynd

Ó­ljóst hvort veð­hafar fái nokkuð

Frá því starfsemi Fly Play hf. var stöðvuð í síðustu viku hafa skuldabréfaeigendur unnið sleitulaust að því að reyna að takmarka tjón sitt. Þeir eru meðal stærstu hluthafa þrotabús félagsins en óljóst hvort þeir muni á endanum fá nokkuð upp í kröfur sínar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boeing sagt byrjað að þróa arf­taka 737 max-þotunnar

Boeing-fyrirtækið er byrjað að þróa nýja gerð mjóþotu með einum miðjugangi í farþegarými til að leysa af 737 max-þotuna í framtíðinni. Markmiðið er að ná til baka markaðshlutdeild sem Boeing hefur verið að tapa til Airbus í þessari stærð flugvéla. Þetta fullyrti bandaríska blaðið Wall Street Journal í liðinni viku og hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi Skaga rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Skaga, móðurfélagi VÍS og Fossa, hefur hækkað um tíu prósent það sem af er degi. Tilkynnt var í nótt að stjórnir Skaga og Íslandsbanka hefðu samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm prósenta aukning í septem­ber

Icelandair flutti alls 479 þúsund farþega í september sem er aukning um fimm prósent á milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 15 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 12 prósent, sem er sagt endurspegla áherslu félagsins á þá markaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna

Hið gjaldþrota flugfélag Play er sagt skulda Isavia um hálfan milljarð króna. Þrátt fyrir það fengu kínverskir eigendur síðustu Play-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli leyfi til að fljúga með vélina úr landi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti fuglinn floginn

Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Segir lítinn sóma af verð­hækkunum Icelandair

Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða.

Neytendur
Fréttamynd

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leið­sögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.

Innherji
Fréttamynd

Sjálfsát Sjálf­stæðis­manna

Svo virðist sem stærsta hættan sem stafar að Sjálfstæðisflokknum í borginni sé – einu sinni sem oftar – flokkurinn sjálfur og þeir flokkadrættir sem tíðkast hafa þar um áratugaskeið.

Innherji