Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Síðasta flug­tak“ Play í Gamla bíói

Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin

Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Meðalmennskan plagar Brján

Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Niður­staða í máli Arion banka um miðjan desem­ber

Búast má við því að Hæstiréttur kveði upp dóm í máli tveggja lántaka á hendur Arion banka, vegna skilmála í samningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, í desember. Bankinn hefur sett veitingu verðtryggðra lána á ís en boðar frekari viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða, áður en dómur gengur í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­flutnings­félögin verma botns­ætin eftir mikla raun­gengis­styrkingu krónunnar

Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Spila jóla­lög allan sólar­hringinn fram að jólum

Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns.

Tónlist
Fréttamynd

Síminn kaupir Motus og Pei

Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ). Félagið á og rekur greiðslulausnina Pei og innheimtufyrirtækið Motus. Heildarvirði GMÍ í viðskiptunum nemur 3.500 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári

Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kampa­vínsklúbbar, inn­herja­svik og nú meint skatt­svik

Kristján Georg Jósteinsson, sem hlaut árið 2019 þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir innherjasvik hjá Icelandair, hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot. Hann er sakaður um að hafa ekki talið fram úttektir úr einkahlutafélögum, sem hann nýtti meðal annars við framkvæmd innherjasvikanna og rekstur kampavínsklúbbanna VIP club og Shooters í Austurstræti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kosning hafin um sjón­varps­efni ársins

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024.

Lífið
Fréttamynd

Næstum öllum sagt upp hjá dóttur­fé­lagi Play

Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára

Hagnaður Icelandair eftir skatta nam sjö milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,5 milljarða hagnað á sama tímabili í fyrra. Félagið áætlar að afkoma fyrir vaxtagreiðslur og skatta árið 2025 verði neikvæð um 1,2 til 2,4 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir sorg­lega illa hafa verið haldið á hags­munum flugsins

Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld.

Innlent