Gengi bréfa JBTM rýkur upp eftir fimmtungs hækkun á verðmati Væntingar eru um að afkoman hjá JBTM muni batna að jafnaði um tuttugu prósent ári fram til 2027 samhliða aukinni eftirspurn í matvælavinnslu, að sögn bandarísks greinenda, sem ráðleggur fjárfestum núna að kaupa í félaginu og hækkar verulega verðmatið. Innherjamolar 10.12.2025 17:36
Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Flutningaskipið Selfoss var dregið til hafnar á Hjaltlandseyjum á dögunum eftir að bilun kom upp í aðalvél þess. Bilunin varð á sunnudaginn þegar skipið var á leið frá Danmörku til Færeyja og var skipið í kjölfarið dregið til hafnar í Leirvík. Innlent 10.12.2025 15:50
Lífeyrissjóðurinn Birta gerir kröfu um að annar skiptastjóra Play víki Lífeyrissjóðurinn Birta, sem var í senn stór hluthafi og skuldabréfaeigandi, hefur gert kröfu um að annar skiptastjóra þrotabús flugfélagsins Play víki vegna meints vanhæfis. Innherji 10.12.2025 09:38
Lækka talsvert verðmatið en ráðleggja fjárfestum áfram að kaupa í Alvotech Innherjamolar 8.12.2025 17:02
Tveir af stærri hlutabréfasjóðum landsins stækka stöðu sína í SKEL Tveir af umsvifameiri hlutabréfasjóðum landsins hafa að undanförnu verið að byggja upp stöðu í SKEL en á sama tíma hefur einn af stærstu hluthöfum fjárfestingafélagsins haldið áfram að minnka við hlut sinn. Innherjamolar 8. desember 2025 15:59
Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð. Viðskipti innlent 8. desember 2025 15:28
48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar „Miðlar Sýnar hafa aldrei verið vinsælli en um þessar mundir og sýnir það sig í áhorfi, hlustun og lestri og ekki síður í sölu auglýsinga,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, forstöðumaður auglýsingadeildar Sýnar. Lífið samstarf 8. desember 2025 11:04
Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Hampiðjan hefur sameinað alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu Eldi. Félagið verður með höfuðstöðvar í Noregi og verður eitt stærsta félag heims í sölu til og þjónustu við fiskeldi. Viðskipti innlent 8. desember 2025 10:49
Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Icelandair flutti alls 347 þúsund farþega í nóvember sem er aukning um 15 prósent milli ára. Nýliðinn nóvembermánuður er sá stærsti í sögu Icelandair. Viðskipti innlent 8. desember 2025 10:44
Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8. desember 2025 10:00
„Töluvert minni hækkun“ veiðigjalda á stóru félögin en greinendur bjuggust við Sumir greinendur hafa hækkað nokkuð verðmöt sín á stóru sjávarútvegsfélögin í Kauphöllinni eftir að veiðigjöld næsta árs voru í birt í gær. Útlit er fyrir að aukning gjaldanna á næsta ári verði „töluvert minni“ en áður var ráðgert. Innherji 6. desember 2025 12:16
Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Forstjóri Sýnar segir komið að ögurstundu fyrir sjálfstæða fréttamennsku og lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu. Boðaður aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verði að lágmarki að fela í sér breytingar sem skapi grundvöll fyrir yfirvegaða umræðu sem byggi á gögnum og staðreyndum. Markmiðið sé ekki að veikja Ríkisútvarpið heldur að tryggja heilbrigðan fjölmiðlamarkað þar sem samkeppni fer fram á jafnréttisgrundvelli. Viðskipti innlent 5. desember 2025 14:26
Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun. Innlent 5. desember 2025 12:36
Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5. desember 2025 11:02
Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. Viðskipti innlent 5. desember 2025 08:02
Eru í „góðum samskiptum“ við FDA en óvissa með áhrifin á aðrar hliðstæður Alvotech segist vera í „góðum samskiptum“ við FDA, til þess að skýra stöðu mála og næstu skref, eftir að það hafnaði að svo stöddu að veita markaðsleyfi fyrir hliðstæðu við Simponi en svarar ekki beint hvað hafi komið fram í svarbréfi eftirlitsins til félagsins undir lok síðasta mánaðar. Innherji 4. desember 2025 13:21
Telja Oculis verulega undirverðlagt í fyrsta verðmati sínu á félaginu Greinendur bandarísks fjárfestingabanka hafa bæst í hóp fjölmargra erlendra fjármálafyrirtækja sem fjalla reglulega um líftæknifyrirtækið Oculis og verðmeta það núna hæst allra greinenda. Innherjamolar 3. desember 2025 15:54
Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi. Innlent 2. desember 2025 20:25
Vilja áfram auka vægi erlendra eigna en minnka við sig í innlendum hlutabréfum Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu. Innherji 2. desember 2025 16:22
Gætu ráðist í skráningu Bláa lónsins á markað um vorið á næsta ári Stjórnendur og aðaleigendur Bláa lónsins horfa til þess að næsti mögulegi gluggi til að ráðast í frumútboð og skráningu í Kauphöll sé á vormánuðum ársins 2026 en ferðaþjónustufyrirtækið, sem er að líkindum verðmetið á yfir hundrað milljarða, sér fram á að slá fyrri met þegar kemur að tekjum á þessu ári. Innherji 2. desember 2025 11:34
Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Nýr vefsjónvarpsþáttur Bítisins á Bylgjunni, Bítið í bílnum, fer í loftið á Vísi og á Facebook-síðu Bylgjunnar í dag. Lífið 2. desember 2025 09:00
Ófyrirsjáanleiki og óvissa eru fylgifiskar íslensks sjávarútvegs Afkoma skráðu útgerðarfélaganna á þriðja ársfjórðungi var einhver sú besta í nokkurn tíma og langt umfram væntingar greinenda og fjárfesta. Umræðan 2. desember 2025 07:56
Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti. Innlent 1. desember 2025 23:55
Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Icelandair greip til þess ráðs í kvöld að senda stóra farþegaþotu í innanlandsflugið á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Vegna veðurs hafði ekki tekist að fljúga austur á land frá því á laugardag og hafði safnast upp stór hópur veðurtepptra flugfarþega. Innlent 1. desember 2025 22:03
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. Innlent 1. desember 2025 21:00