
Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endurkaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig
Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.