Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2025 08:11 Edda Hermannsdóttir hefur starfað sem samskiptastjóri Íslandsbanka síðustu ár. Lyf og heilsa Stjórn Lyf og heilsu hefur ráðið Eddu Hermannsdóttur sem forstjóra félagsins. Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Í tilkynningu segir að hún muni hefja störf í október og tekur þá við af Kjartani Erni Þórðarsyni. „Edda hefur starfað hjá Íslandsbanka síðan 2015 og hefur meðal annars leitt markaðs- og samskiptamál, greiningardeild, fjárfestatengsl, vefmál, vildarþjónustu og unnið að stefnumótun bankans. Áður starfaði Edda sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og er í dag stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Samið hefur verið um starfslok við Kjartan Örn Þórðarson. Kjartan hefur unnið að framgangi Lyf og heilsu frá aldamótum og hefur átt ríkan þátt í uppgangi félagsins. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra árið 2016 og hefur félaginu farnast vel undir hans forystu. Kjartan verður félaginu innan handar á næstunni og mun tryggja farsæla yfirfærslu verkefna,“ segir í tilkynningunni. Spennandi vegferð Haft er eftir Eddu að það sé henni mikill heiður að fá að leiða Lyf og heilsu sem gegni mikilvægu hlutverki á heilbrigðismarkaði. „Heilsa snertir okkur öll og lyfjaverslanir eru ekki aðeins mikilvægar fyrir lyfjaafgreiðslu heldur einnig fyrir ráðgjöf og heilsueflandi þjónustu. Framundan er spennandi vegferð þar sem áhersla verður lögð á forvarnargildi heilsu og enn betri þjónustu við viðskiptavini til að auka þeirra lífsgæði. Ég hlakka til að vinna að þeirri stefnumótun með Lyf og heilsu og stjórn félagsins,” er haft eftir Eddu. Hörður Guðmundsson. Tækifæri Þá er haft eftir Herði Guðmundssyni, stjórnarformanni Lyfja og heilsu, að Alfa Framtak hafi tekið við sem ráðandi hluthafi í vor. „Við sjáum veruleg tækifæri og teljum að framundan séu stór verkefni sem muni koma til með að setja mark sitt á félagið til framtíðar. Það verður spennandi að vinna að stefnumótun og framgangi lykilverkefna með Eddu, stjórninni og starfsfólki Lyf og heilsu. Edda kemur með dýrmæta þekkingu að borðinu. Hún tekur jafnframt við góðu búi, en Kjartan hefur byggt upp flotta liðsheild og öflugt félag sem þjónustar þúsundir Íslendinga á degi hverjum. Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka honum fyrir sitt framlag til félagsins,” segir Hörður. 27 lyfjaverslanir Í tilkynningunni segir einnig að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsa, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig fjögur lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum.
Vistaskipti Lyf Íslandsbanki Verslun Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira