Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2025 06:00 Díana Dögg hefur selt eignina sína nokkrum sinnum en salan hefur ekki gengið í gegn vegna fasteignakeðja sem slitna. Hún veit til þess að margt fólk sem hún vinnur með hafi lent í því sama. Vísir/Sigurjón Sex manna fjölskylda sem fékk samþykkt kauptilboð í húsnæði í apríl er orðin langþreytt á sölukeðjum sem ítrekað slitna. Ástandið myndi batna talsvert ef fólk sem hyggur á kauptilboð hefði greiðslumatið til reiðu og lánsloforð frá bankanum. Tilraun Díönu Daggar Víglundsdóttur, sölustjóra hjá REON, og fjölskyldu hennar til að stækka við sig hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Hún byrjaði að leita í nóvember á síðasta ári og gerði kauptilboð í fallega eign sem var samþykkt - en allt kom fyrir ekki. „Fasteignasalinn fór sínar eigin leiðir og seldi húsnæðið öðrum sem við vorum þó með samþykkt kauptilboð í. Þar með fór það. Við kærðum það ferli en við erum engu betur settari.“ Hafa selt eignina nokkrum sinnum Hjónin hófu leitina að nýju. Þau fundu aðra eign í apríl síðastliðnum en eru nú föst í fjögurra eigna keðju. „Við erum ennþá með virkt kauptilboð í þá eign og erum búin að selja okkar eign nokkrum sinnum en það flaskar á greiðslumati þeirra sem gera tilboð í okkar eign sem þýðir að við erum svolítið alltaf að byrja ferlið upp á nýtt. Næsta opið hús, næsta tilboð kemur, næsti aðili fellur á greiðslumati og við þurfum að byrja upp á nýtt.“ Díana segir óskandi að fólk sem hyggur á tilboð myndi mæta með samþykkt greiðslumat og lánsloforð frá banka í stað þess að gera tilboð án vitneskju um greiðslugetu. „Það kostar 20 þúsund krónur hjá bankanum að fá greiðslumat og lánsloforð og ef þú ert að fjárfesta í eign upp á margar margar, milljónir þá er þetta dropi í hafið. Þetta gildir í sex mánuði og þú ættir að geta gert fullt af tilboðum með þetta í vasanum.“ „Mig langar aldrei að flytja aftur!“ Þetta langa og stranga ferli hafi tekið á tilfinningalífið. „Börnin okkar fjögur eru öll að spyrja og vinir barnanna eru að spyrja og allir nágrannar að spyrja og maður hefur ekkert svar. Ég veit ekki. Svo er maður búinn að innrétta húsið nokkrum sinnum í hausnum á sér.“ Þið eruð búin að brenna ykkur svolítið á markaðnum? „Við erum svo sannarlega búin að brenna okkur en maður er orðinn reynslunni ríkari og mig langar aldrei að flytja aftur!“ segir Díana og skellihlær. Þótt þetta ferli hafi tekið á hana þá er aldrei langt í húmorinn. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16. september 2025 22:04 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Tilraun Díönu Daggar Víglundsdóttur, sölustjóra hjá REON, og fjölskyldu hennar til að stækka við sig hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Hún byrjaði að leita í nóvember á síðasta ári og gerði kauptilboð í fallega eign sem var samþykkt - en allt kom fyrir ekki. „Fasteignasalinn fór sínar eigin leiðir og seldi húsnæðið öðrum sem við vorum þó með samþykkt kauptilboð í. Þar með fór það. Við kærðum það ferli en við erum engu betur settari.“ Hafa selt eignina nokkrum sinnum Hjónin hófu leitina að nýju. Þau fundu aðra eign í apríl síðastliðnum en eru nú föst í fjögurra eigna keðju. „Við erum ennþá með virkt kauptilboð í þá eign og erum búin að selja okkar eign nokkrum sinnum en það flaskar á greiðslumati þeirra sem gera tilboð í okkar eign sem þýðir að við erum svolítið alltaf að byrja ferlið upp á nýtt. Næsta opið hús, næsta tilboð kemur, næsti aðili fellur á greiðslumati og við þurfum að byrja upp á nýtt.“ Díana segir óskandi að fólk sem hyggur á tilboð myndi mæta með samþykkt greiðslumat og lánsloforð frá banka í stað þess að gera tilboð án vitneskju um greiðslugetu. „Það kostar 20 þúsund krónur hjá bankanum að fá greiðslumat og lánsloforð og ef þú ert að fjárfesta í eign upp á margar margar, milljónir þá er þetta dropi í hafið. Þetta gildir í sex mánuði og þú ættir að geta gert fullt af tilboðum með þetta í vasanum.“ „Mig langar aldrei að flytja aftur!“ Þetta langa og stranga ferli hafi tekið á tilfinningalífið. „Börnin okkar fjögur eru öll að spyrja og vinir barnanna eru að spyrja og allir nágrannar að spyrja og maður hefur ekkert svar. Ég veit ekki. Svo er maður búinn að innrétta húsið nokkrum sinnum í hausnum á sér.“ Þið eruð búin að brenna ykkur svolítið á markaðnum? „Við erum svo sannarlega búin að brenna okkur en maður er orðinn reynslunni ríkari og mig langar aldrei að flytja aftur!“ segir Díana og skellihlær. Þótt þetta ferli hafi tekið á hana þá er aldrei langt í húmorinn.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16. september 2025 22:04 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! 16. september 2025 22:04