Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar 10. júlí 2025 18:03 Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun mun áfram vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs og auka þá orkuvinnslu í takt við vaxandi kröfur samfélagsins. Mistök við lagasetningu fyrir 14 árum verða eflaust til þess að tefja uppbyggingu Hvammsvirkjunar en þær tafir stafa ekki á nokkurn hátt af því að áformum okkar sé ábótavant. Hvammsvirkjun er vandað og vel undirbúið verkefni og þegar hverflar virkjunarinnar fara að snúast fáum við langþráða orku til orkuskipta, nýsköpunar og áframhaldandi velsældar. Nokkuð hefur borið á misskilningi í kjölfar dóms Hæstaréttar sem féll sl. miðvikudag og fullyrðingar heyrst um að nú sé Hvammsvirkjun jafnvel úr sögunni. Ekkert er fjær lagi. Í málinu komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar væri ógilt. Ekki vegna þess að neitt væri athugavert við hönnun virkjunarinnar, áætlanir um uppbyggingu hennar eða væntanlegan rekstur. Ástæðan var sú ein, að Alþingi voru mislagðar hendur þegar ný lög voru sett um stjórn vatnamála árið 2011. Fyrir mistök var ein lagagrein orðuð eins og Alþingi væri þar að banna allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatn (á vatnshlot, eins og það er kallað). Það var þó alveg ljóst af umræðum á þingi á þeim tíma að Alþingi ætlaði sér aldrei að leggja allsherjar bann við t.d. brúarsmíði, hafnargerð eða vatnsaflsvirkjunum. Einhugur á Alþingi Eftir að Héraðsdómur Reykjavikur komst að sömu niðurstöðu í janúar sl. brást Alþingi hart við, að frumkvæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og samþykkti ný lög þar sem þetta var lagfært. Þessi nýju lög voru samþykkt af öllum viðstöddum þingmönnum, 57 talsins. Vilji löggjafans gæti ekki verið skýrari og Alþingi á hrós skilið fyrir að leiðrétta mistök sín um leið og bent var á þau. Saga undirbúnings Hvammsvirkjunar er orðin löng og umsóknarferli ákaflega langt og flókið. Það var því óheppilegt að þessi mistök við lagasetningu skyldu bætast þar ofan á en við hljótum að halda ótrauð áfram. Hvammsvirkjun verður áttunda aflstöðin á svæðinu og sú fyrsta í byggð. Með því að virkja fall Þjórsár neðan núverandi virkjana vill Landsvirkjun hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir. Það hefur verið leiðarljós orkufyrirtækis þjóðarinnar í sextíu ár og verður áfram. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun