Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar 10. júlí 2025 13:31 Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Seltjarnarnes Grímur Atlason Málefni fatlaðs fólks Vistheimili Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun