Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Siggeir Ævarsson skrifar 8. júlí 2025 18:32 Stina Blackstenius skoraði fyrst mark leiksins Vísir/Getty Svíþjóð tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld þegar liðið lagði Pólland nokkuð þægilega 3-0. Svíar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og voru varnarmenn Pólverja ítrekað í stökustu vandræðum með sóknarmenn Svíþjóðar. Stina Blackstenius, leikmaður Arsenal, skoraði fyrst mark leiksins á 28. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Kosovare Asllani átti frábæran leik fremst á miðjunni hjá Svíþjóð en hún skoraði annað mark Svíþjóðar á 52. mínútu og lagði hún jafnframt upp mark Blackstenius. Lina Hurtig innsiglaði svo sigur Svíþjóðar með skallamarki eftir hornspyrnu á 77. mínútu. Svíar eru eftir leikinn með fullt hús stiga í C-riðli líkt og Þjóðverjar, sem þýðir að báðir þjóðir eru öruggar áfram, enda Pólland og Danmörk bæði án stiga þegar einn leikur er eftir. EM 2025 í Sviss
Svíþjóð tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld þegar liðið lagði Pólland nokkuð þægilega 3-0. Svíar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og voru varnarmenn Pólverja ítrekað í stökustu vandræðum með sóknarmenn Svíþjóðar. Stina Blackstenius, leikmaður Arsenal, skoraði fyrst mark leiksins á 28. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Kosovare Asllani átti frábæran leik fremst á miðjunni hjá Svíþjóð en hún skoraði annað mark Svíþjóðar á 52. mínútu og lagði hún jafnframt upp mark Blackstenius. Lina Hurtig innsiglaði svo sigur Svíþjóðar með skallamarki eftir hornspyrnu á 77. mínútu. Svíar eru eftir leikinn með fullt hús stiga í C-riðli líkt og Þjóðverjar, sem þýðir að báðir þjóðir eru öruggar áfram, enda Pólland og Danmörk bæði án stiga þegar einn leikur er eftir.