Sví­þjóð örugg­lega á­fram í átta liða úr­slit

Siggeir Ævarsson skrifar
Stina Blackstenius skoraði fyrst mark leiksins
Stina Blackstenius skoraði fyrst mark leiksins Vísir/Getty

Svíþjóð tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld þegar liðið lagði Pólland nokkuð þægilega 3-0.

Svíar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og voru varnarmenn Pólverja ítrekað í stökustu vandræðum með sóknarmenn Svíþjóðar. Stina Blackstenius, leikmaður Arsenal, skoraði fyrst mark leiksins á 28. mínútu en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Kosovare Asllani átti frábæran leik fremst á miðjunni hjá Svíþjóð en hún skoraði annað mark Svíþjóðar á 52. mínútu og lagði hún jafnframt upp mark Blackstenius. Lina Hurtig innsiglaði svo sigur Svíþjóðar með skallamarki eftir hornspyrnu á 77. mínútu.

Svíar eru eftir leikinn með fullt hús stiga í C-riðli líkt og Þjóðverjar, sem þýðir að báðir þjóðir eru öruggar áfram, enda Pólland og Danmörk bæði án stiga þegar einn leikur er eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira