Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. júní 2025 08:02 Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun