Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. júní 2025 08:02 Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Það vekur hins vegar athygli að frumvarpið mætir töluverðri andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins og annarra þingmanna í stjórnarandstöðu. Vegurinn að lögleiðingu samningsins hefur verið langur eða 18 ár frá því hann var staðfestur hjá SÞ. Það var hins vegar eitt af fyrstu verkum formanns Flokks fólksins í embætti ráðherra að leggja frumvarp um lögleiðinguna fram á Alþingi. Lagagreinar frumvarpsins eru ekki margar, einungis þrjár: 1. gr. Markmið þessara laga er að styrkja mannréttindi fatlaðs fólks og tryggja að fatlað fólk njóti til fulls allra mannréttinda og geti tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. 2. gr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur lagagildi hér á landi. Samningurinn er birtur sem fylgiskjal með lögum þessum. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Treystir lagalega stöðu fatlaðs fólks Þótt greinar frumvarpsins séu ekki margar er mikilvægast að verði frumvarpið að lögum hljóta allar fimmtíu greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra lagagildi á Íslandi. Þeir sem andmæla frumvarpinu finna því til foráttu að það leggi ófyrirséðan kostnað á herðar ríkisins meðal annars vegna mögulegra málaferla sem byggja muni á greinum samningsins í framtíðinni. Það hvarflar ekki að sömu aðilum að nákvæmlega þessi sömu réttindi geta kallað á málaferli hjá ófötluðum Íslendingum virði stjórnvöld ekki lög sem almennt tryggja þessi sömu réttindi. Þá ætti lögleiðing samningsins að verða einni af ríkustu þjóðum heims hvatning til að tryggja að öll ákvæði samnings verði uppfyllt eða á fatlað fólk að bíða fram í hið óendanlega eftir því? Átján ára bið Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 13. desember 2006. Ísland undirritaði samninginn í mars 2007, eða fyrir átján árum, og fullgilti hann í september 2016. Níu árum síðar hefur samningurinn hins vegar ekki enn verið færður í íslensk lög eins og markmiðið er með frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Með því að færa allar 50. greinar samnings SÞ í íslensk lög hefur samningurinn gildi fyrir íslenskum dómstólum. Samningurinn setur ýmsar skyldur á stjórnvöld og færir fötluðu fólki fjölbreytt réttindi sem of langt mál er að fara út í með stuttri grein. Samninginn í heild sinni á íslensku má finna í frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/156/s/0204.html Sjálfsögð réttindi Stjórnvöld hafa allt frá því samningur SÞ var undirritaður árið 2007 sem betur fer brugðist við ýmsu sem kveðið er á um í samningnum og því ber að fagna. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að fatlað fólk geti sótt rétt sinn samkvæmt samningnum og löggilding hans hvetur opinbera aðila til dáða við innleiðingu þeirra þátta sem upp á vantar. Það er erfitt að trúa því fyrr en á því er tekið að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að koma í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga. Hverjum af meginreglum samningsins væru sömu þingmenn reiðubúnir að fórna gagnvart þeim sjálfum og öllum öðrum í samfélaginu? Meginreglur samningsins eru átta og fela í sér að: Að virðing sé borin fyrir eðlislægri reisn, sjálfræði einstaklinga, þar með talið frelsi til að taka eigin ákvarðanir og sjálfstæði einstaklinga. Bann við mismunun. Fulla og árangursríka þátttöku í samfélaginu án aðgreiningar. Að virðing sé borin fyrir fjölbreytni og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Að fatlaðir njóti jafnra tækifæra. Að aðgengi sé tryggt. Jafnrétti á milli karla og kvenna og borin sé virðing fyrir stigvaxandi getu fatlaðra barna og virðing fyrir rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Allt eru þetta réttindi sem þykja sjálfsögð til handa ófötluðu fólki og ættu að vera sjálfsögð á Íslandi, sem hefur verið í hópi tíu ríkustu þjóða heims um langt skeið. Með samþykkt frumvarpsins yrði stigið eitt stærsta framfaraspor í réttindum fatlaðs fólks á Íslandi frá upphafi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun